Felur í sér styttri vinnuviku og aukið mótframlag

Nýr kjarasamningur VM og SFS hefur í för með sér …
Nýr kjarasamningur VM og SFS hefur í för með sér þó nokkrar breytingar fyrir vélastjóra. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Hækkun kauptryggingar, stytting vinnuvikunnar og aukið mótframlag í lífeyrissjóð eru meðal breytinga sem fylgja kjarasamningi vélstjóra á fiskiskipum, en atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VM (Félags vélstjóra og málmtæknimanna) vegna samnings þeirra og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hófst á þriðjudag og stendur til 5. mars næstkomandi.

Í kynningu á innihaldi nýs kjarasamnings sem birt hefur verið á vef VM kemur fram að samið var um að breyta ákvæði samninga um sölu afla á uppsjávarskipum og er lagt til að útgerð verði skyllt að funda með áhöfn og fulltrúum stéttarfélaga bæði við upphaf vertíðar og innan við tveimur mánuðum eftir að vertíð lýkur. Á slíkum fundi skal fara yfir og útskýra forsendur fyrir uppgjöri skipverja, sölunótur afurða sýndar og tilkynnt um mögulegar leiðréttingar.

Áður var aðeins fundað með fulltrúum í úrskurðarnefnd fyrir vertíð.

Í tengslum við uppgjör er einnig í samningnum gert ráð fyrir að undirmálsfiskur (smáfiskur) verði ekki talinn með við útreikning á vegnu meðalverði þorsks og ýsu. Áður var undirmálsfiskur látin gilda 3%.

Hækkað framlag í lífeyrissjóð

Gert er ráð fyrir að útreiknur hluta verði breyttur. „Hægt verður að velja á milli tveggja leiða en við undirritun kjarasamnings fara allir skipverjar sjálfkrafa í leið A. Framlag í lífeyrissjóð hækkar úr 12% í 15,5%. Sjómenn geta valið að fá 3,5% viðbótarframlag í lífeyrissjóð frá útgerðinni. Það þýðir að sjómenn gefa eftir hluta af skiptaverðinu fyrir 3,5% viðbótarframlagið. Þeir sem ekki vilja fá 3,5% aukið mótframlag í lífeyrissjóð frá útgerðinni geta valið leið B, og fá þá 0,5% hækkun á skiptaverðinu.“

Í kynningunni er vísað til dæmis þar sem háseti á 40 metra togara með 1,5 milljarðs aflaverðmæti mun sjá fram á auknar greiðsur í lífeyrissjóð og bætast kjörin því um tæplega 316 þúsund krónur frá fyrri samningum með svokallaðri A-leið. Velji hann hins vegar leið B hækkar hlutur hans um 140 þúsund krónur.

Fulltrúar Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómanna og velastjórafélags Grindavíkur …
Fulltrúar Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómanna og velastjórafélags Grindavíkur undirrituðu kjarasamninga við SFS 22. febrúar. Ljósmynd/VM

Hærri trygging og styttri vinnuvika

Kauptrygging fyrsta og annars vélstjóra er sú sama og í þeim samningi sem vélstjórar felldu á síðasta ári en tímakaup vélstjóra mun breytast í samræmi við breytingar á launum vél- og iðnfræðinga eftir þriggja ára starf í takti við kjarasamning SA og VM.

„Þetta hefur í för með sér 36,1% hækkun tímakaups vélstjóra frá 2019. Það er 13,3% hærra tímakaup en í felldum samningi sl. vetur,“ segir í kynningunni.

Þá verður vinnuvika vélstjóra stytt. „Tekinn er upp virkur vinnutími sem telst vera sá tími sem starfsmaður er við störf. Dagleg viðvera er virkur vinnutími að viðbættum hléum frá vinnu. Við upptöku virks vinnutíma eru 36 klst. greiddar að jafnaði á viku m.v. fullt starf. Þetta hefur í för með sér að yfirvinna hefst fyrr en áður.“

Desemberuppbót

Desemberuppbót er nýmæli í kjarasamningi vélstjóra og er í nýjum samningi gert ráð fyrir greiðslu fullra desemberuppbóta séu lögskráningardagar 160 eða fleiri. Veikindadagar, fjarvistir vegna slysa telja með, sem og tímavinna í landi. Teljast átta tímar í landi heill vinnudagur.

Lausráðnir skipverjar fá hlutfall af desemberuppbót, hafi þeir að lágmarki náð 50 lögskráningardögum.

Fjárhæð desemberuppbótar verður sú sama og samkvæmt kjarasamningi SA og Starfsgreinasambandsins hverju sinni.

Kynna samninginn

Samningurinn gildir til 31. desember 2033 en hægt er að segja honum upp frá 31. desember 2028 með árs fyrirvar, en með sex mánaða fyrirvara eftir 31. desember 2030.

Forsvarsmenn VM kynntu innihald samningsins á sérstökum fundi sem fram fór á þriðjudag en slíkir fundir verða einnig haldnir í dag og á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »