Enn bólar ekkert á eldisfrumvarpi

Til stóð að leggja frumvarp að lögum um eldis- og …
Til stóð að leggja frumvarp að lögum um eldis- og ræktunargreinar fyrir Alþingi í febrúar. Ekki er ljóst hvort það verði lagt fram fyrir páska. mbl.is/Helgi Bjarnason

Enn hefur ekki tekist að ljúka úrvinnslu umsagna um frumvarp til laga um lagareldi, eldis- og ræktunargreina í sjó, og er enn ekki ljóst hvenær frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi. Til stóð að mæla fyrir frumvarpinu í febrúar.

Frumvarpið var kynnt í samráðgátt 6. desember á síðasta ári og rann umsagnarfrestur út 12. janúar síðastliðinn. Alls bárust 306 umsagnir um frumvarpið og hófst úrvinnsla þeirra 13. janúar. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar stóð til að kynna frumvarpið fyrir Alþingi 26. febrúar síðastliðinn, en í samráðsgátt stjórnvalda sést að enn er unnið úr innkomnum umsögnum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem fer með verkefni matvælaráðherra sem er í veikindaleyfi, sagðist í samtali við Morgunblaðið 25. janúar leggja áherslu á að koma frumvarpinu til Alþingis, en viðurkenndi að „Það eru uppi ólíkar skoðanir og þetta er krefjandi verkefni að reyna að sætta sjónarmið í þessu máli“.

Að lokinni úrvinnslu umsagna hugðist Katrín ætla að funda með helstu hagaðilum og kanna hvernig þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu mælast fyrir. Ekki er þó ljóst hvort frumvarpið muni taka enn frekari breytingum í kjölfar þeirra funda.

Rétt rúmar tvær vikur eru í páskaleyfi og eru því líkur á því að frumvarpið frestist fram í apríl vaxandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 626,58 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 424,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Þorskur 6.130 kg
Karfi 979 kg
Samtals 7.109 kg
4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 626,58 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 424,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Þorskur 6.130 kg
Karfi 979 kg
Samtals 7.109 kg
4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg

Skoða allar landanir »