13,3 milljarða metútflutningur eldisafurða

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 13,3 milljörðum króan á fyrstu tveimur mánuðum …
Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 13,3 milljörðum króan á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það er 35% meira en á smaa tíma á síðasta ári. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Fram­leiðsla og út­flutn­ing­ur á eldisaf­urðum hef­ur farið afar vel af stað í byrj­un árs,“ seg­ir í nýj­ustu færslu Radars­ins, mæla­borði sjáv­ar­út­vegs­ins. Er þar vak­in at­hygli á því að á fyrstu tveim­ur mánuðum árs­ins hafi út­flutn­ings­verðmæti eldisaf­urða náð 13,3 millj­örðum króna sem er mesta upp­hæð á þessu tíma­bili í sögu fisk­eld­is á Íslandi.

„Útflutn­ings­verðmæti eldisaf­urða í janú­ar og fe­brú­ar er þannig er 35% hærri en frá fyrra ári í krón­um talið og rúm­lega 39% á föstu gengi. Nýliðinn fe­brú­ar­mánuður er þriðji stærsti út­flutn­ings­mánuður­inn frá upp­hafi og janú­ar er sá fjórði. Því er óhætt að segja að eld­is­árið byrji með lát­um,“ seg­ir í færsl­unni.

Mynd/​Radar­inn

Ekki nóg með út­flutn­ings­verðmæti eldisaf­urða hafi vaxið gríðarlega hef­ur hlut­fall þessa afurða af vöru­út­flutn­ings Íslend­inga í heild auk­ist.

„Vægi eldisaf­urða í vöru­út­flutn­ingi var þannig 8,4% í janú­ar og fe­brú­ar. Síðustu ár hef­ur vægi þeirra verið í kring­um 6% á fyrstu tveim­ur mánuðum árs­ins og var 6,4% á síðasta ári. Þetta má lesa úr bráðabirgðatöl­um Hag­stof­unn­ar um vöru­viðskipti sem birt­ar voru í síðustu viku. Þar eru ekki birt út­flutn­ings­verðmæti eða magn niður á ein­staka teg­und­ir, en þær töl­ur verða birt­ar í lok þessa mánaðar. Gera má fast­lega ráð fyr­ir að yfir 90% þess­ara 13,3 millj­arða megi rekja til út­flutn­ings á laxi, en hlut­fall lax var um 92% í janú­ar.“

Já­kvæð tíðindi í kjöl­far sam­drátt­ar

Er auk­inn út­flutn­ing­ur í byrj­un árs sagðar „afar já­kvæðar frétt­ir“ og er vísað til sam­drátt­ar í fram­leiðslu eldisaf­urða á síðasta ári.

„Rekja má þann sam­drátt að mestu leyti til veiru­smits og viðbragða vegna þess á Aust­fjörðum í lok árs 2021. Fisk­ur sem ann­ars hefði komið til fram­leiðslu árið 2023 var þannig fjar­lægður úr kví­um en rúm­lega 60% minni fram­leiðsla var á Aust­fjörðum á síðasta ári miðað við árið áður. Góður gang­ur var hins veg­ar á Vest­fjörðum þar sem um 20% aukn­ing var á fram­leiðslu á eld­is­fiski, þar sem lax leik­ur lyk­il­hlut­verk.“

Þá er bent á að aukn­ing varð í fram­leiðslu og út­flutn­ingi á bleikju og senegal­flúru milli ár­anna 2022 og 2023, en sam­drátt­ur var í regn­bogasil­ungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Loka