Hvorki reglur um leiðsögn né leiðsögumannalisti

Wilson Skaw strandaði á Húnaflóa. RNSA bendir á að innviðaráðuneytið …
Wilson Skaw strandaði á Húnaflóa. RNSA bendir á að innviðaráðuneytið hafi ekki sett reglugerð um hafnsögu- og leiðsöguskyldu skipa í samræmi við lög. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Víðsvegar um Ísland er skortur á uppfærðum rafrænum siglingakortum og gera lög ráð fyrir að til taks séu leiðsögumenn fyrir skip sem koma til eða sigla frá íslenskum höfnum. Í kjölfar strand Wilson Skaw á Húnaflóa á síðasta ári beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa því til innviðaráðuneytisins að setja reglugerð um hafnsögu- og leiðsöguskyldu skipa í samræmi við lög.

Kemur þetta fram í skýrslu nefndarinnar vegna strand Wilson Skaw.

Þá er Samgöngustofa hvatt til að uppfæra rafræna útgáfu siglingakorta þannig að fram komi á hvaða svæðum sé þörf á staðbundinni þekkingu og upplýsi um hvar leiðsögumenn er að finna.

„Staðbundin þekking ætti að vera til staðar eins og segir í íslenskum lögum nr. 41 2003. Á þessum lögum urðu nokkrar breytingar 21. nóvember 2023 eftir atvikið. Því miður er þessi þekking ekki auðveldlega tiltæk og ekki skylda. Samgöngustofu ber að halda skrá yfir löggilta hafnar- og leiðsögumenn og hafa þennan lista aðgengilegan fyrir skip sem koma til eða úr íslenskum höfnum. Samgöngustofa sér um að veita leiðsögumönnum leyfi og halda skrá yfir þá. Þetta hafði ekki verið gert með formlegum hætti og enginn opinber listi yfir leiðsögumenn er aðgengilegur, ekki heldur voru aðgengilegar upplýsingar um hvar mætti finna löggilta leiðsögumenn fyrir Íslandsmið,“ segir í skýrslunni.

Framfylgi samþykkt um meðferð farmanna

Nefndin ráðleggur útgerð flutningaskipsins, Wilson Ship Management AS, að framfylgja alþjóðasamþykkt um sanngjarna meðferð farmanna í kjölfar atvika sem þessara. Er vísað til þess að skipstjóri Wilson Skaw hafi neitað áhöfn um áfallahjálp.

Jafnframt er því beint til félagsins að efla samskiptin um borð, einkum í brú, með því að innleiða skipulagða samskiptaferla í gegnum svokallað BRM-kerfi (Bridge Resource Management).

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 143 kg
Ýsa 120 kg
Ufsi 116 kg
Langa 45 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 426 kg
17.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 8.941 kg
Þorskur 1.357 kg
Samtals 10.298 kg
17.11.24 Vésteinn GK 88 Lína
Keila 657 kg
Ýsa 272 kg
Þorskur 249 kg
Langa 77 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.256 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 143 kg
Ýsa 120 kg
Ufsi 116 kg
Langa 45 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 426 kg
17.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 8.941 kg
Þorskur 1.357 kg
Samtals 10.298 kg
17.11.24 Vésteinn GK 88 Lína
Keila 657 kg
Ýsa 272 kg
Þorskur 249 kg
Langa 77 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.256 kg

Skoða allar landanir »