Verðhrun á mörkuðum veldur áhyggjum

Grásleppuvertíðin hófst 1. mars, en verð hefur fallið um 79% …
Grásleppuvertíðin hófst 1. mars, en verð hefur fallið um 79% á fiskmörkuðum síðan þá. mbl.is/Hafþór

Frá því að grá­sleppu­veiðar hóf­ust 1. mars hafa verið seld 81 tonn af grá­sleppu á fisk­mörkuðum lands­ins. Á sama tíma hef­ur meðal­verð fallið úr 625,95 krón­um á kíló á upp­hafs­degi veiða í 133,11 krón­ur í gær og er það tæp­lega 79% sam­drátt­ur.

Vænt­ing­ar voru um þokka­leg verð á vertíðinni þar sem verð tóku að hækka mikið strax í fe­brú­ar og náði verð há­marki 21. fe­brú­ar þegar meðal­verð nam 1.623,9 krón­um á kíló. Sá fisk­ur sem þá var í sölu var þó meðafli annarra veiða, enda ekki heim­ilt að stunda bein­ar grá­sleppu­veiðar.

Vert er að geta þess að í fe­brú­ar voru aðeins seld 28,3 tonn af grá­sleppu á fisk­mörkuðum sem er aðeins þriðjung­ur þess magns sem rataði á markaðina á þess­um 12 dög­um sem bein­ar grá­sleppu­veiðar hafa verið í gangi.

Áhyggj­ur hafa heyrst af stöðunni meðal grá­sleppu­manna og hafa sum­ir haft uppi efa­semd­ir um það hvort til­efni sé til að hefja veiðar. Ekki hafa þó all­ir sem hafa fengið grá­sleppu­leyfi hafið veiðar og eru fleiri sem stefna á að bíða og sjá hvort markaður­inn taki við sér á kom­andi dög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »