Betri horfur fyrir fiskinn í Ameríku

Albert Erluson, framkvæmdastjóri Hólmaskers, segir mjög jákvæð teikn á lofti …
Albert Erluson, framkvæmdastjóri Hólmaskers, segir mjög jákvæð teikn á lofti fyrir sölu ýsu til Bandaríkjanna. Ljósmynd/Vinnslustöðin

„Um­skipt­in sem ég sá og skynjaði í banda­rísku sam­fé­lagi komu þægi­lega á óvart og lofa góðu. Deyfð, drungi og sam­drátt­ar­ein­kenni í efna­hags­lífi í Bost­on og ná­grenni í mars í fyrra höfðu vikið fyr­ir mjög aukn­um um­svif­um og bjart­sýni. Ég kom því heim núna með allt aðra og betri til­finn­ingu í mag­an­um en gera mátti ráð fyr­ir,“ seg­ir Al­bert Erlu­son, fram­kvæmda­stjóri Hólma­skers ehf., í færslu á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Al­bert var viðstadd­ur sjáv­ar­ú­vegs­sýn­ing­ar­inn­ar í Bost­on á dög­un­um en hún er sú stærsta sem hald­in er í Norður-Am­er­íku.

„Við styrkt­um viðskipta­sam­bönd og hitt­um líka full­trúa fyr­ir­tækja sem vant­ar fisk til að selja, bæði fersk­an og fros­inn. Þar gætu orðið við ný viðskipta­tengsl. Ég hef staðreynt um ára­bil mik­inn stöðug­leika á markaði með fisk í Banda­ríkj­un­um og það á bæði við um magn og verðlag. Und­an­far­in ár hef­ur fisk­verð hins veg­ar sveifl­ast meira en dæmi eru um áður. Ekki er auðvelt að greina ástæðuna en ég hef mín­ar kenn­ing­ar um það,“ seg­ir hann.

Vinnslu­stöðin og dótt­ur­fé­lög henn­ar, Leo Sea­food og Hólma­sker, voru á sýn­ing­unni und­ir merkj­um VSV Sea­food Ice­land í þjóðarskála sem Íslands­stofa skipu­lagði. Alls voru í Bost­on fleiri en 1.200 sýn­end­ur frá 49 að kynna vör­ur sín­ar, tæki og tól og ræða sam­an á mál­stof­um og ráðstefn­um af öllu tagi.

Sjávarútvegssýningin í Boston er afar vinsæl.
Sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­in í Bost­on er afar vin­sæl. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

Helsti markaður Hólma­skers

Í Banda­ríkj­un­um er helsta markaðssvæði Hólma­skers og nær það New York, Massachusetts, New Hamps­hire og Maine. Einnig skip­ar Flórída mik­il­væg­an sess í sölu fé­lags­ins vest­ur um haf. Það er fyrst og fremst flökuð ýsa sem seld er til viðskipta­vina í Banda­ríkj­un­um.

Aðalviðskipta­vin­ur­inn lengst af er og hef­ur verið High Liner Food, kanadískt fyr­ir­tæki sem fimm bræður stofnuðu um salt­fisk­verk­un í Nova Scotia á Ný­fundna­landi 1899 og er nú stærsti selj­andi til­bú­inna, fros­inna sjáv­ar­rétta til stór­markaða og þjón­ustu­fyr­ir­tækja í veit­ing­a­rekstri í Banda­ríkj­un­um.

Til­kynnt var 2021 um kaup Vinnslu­stöðvar­inn­ar á 75% hlut í fisk­vinnsl­unni Hólma­skeri sem starf­rækt er í Hafnar­f­irði og gegn­ir vinnsl­an nú mik­il­vægu hlut­verki í sam­stæðu Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Fram kem­ur í færsl­unni að 75% til 80% ýs­unn­ar sem flökuð er og seld frá Hólma­skeri á ár­inu 2024 ber­ist af skip­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar en 20-25% séu keypt á markaði.

Starfs­menn Hólma­skers eru um 40 og fram­leiða ár­lega um 4.000 tonn af fiski. Flök­in fara vest­ur um haf fersk eða fros­in, flug­leiðis eða sjó­leiðis, til High Liner og áfram til þeirra sem kunna gott að meta á disk­un­um sín­um.

Áber­andi sveifl­ur

„Þegar við hóf­um starf­semi Hólma­skers var út­flutn­ing­ur til Banda­ríkj­anna svipaður og áður og verð afurða sömu­leiðis. Svo tók verð að hækka á COVID-tím­an­um og náði sögu­leg­um hæðum, allt að 20% yfir því sem dæmi voru um áður. Verðið hækkaði allt árið 2022 en lækkaði svo í skref­um á ár­inu 2023 og var um síðustu ára­mót orðið lægra en það var fyr­ir COVID,“ seg­ir Al­bert í færsl­unni.

Hann seg­ist aldrei hafa kynnst öðrum eins sveifl­um. „Verðhækk­un­ina skýri ég helst með pen­inga­prent­un og því að fólk hafði hægt um sig og ferðaðist ekki á COVID-tím­an­um. Það hafði óvenju mikla fjár­muni úr að spila og vildi gera vel við sig í mat. Svo gjör­breytt­ust aðstæður 2023. Pen­inga­prent­un var hætt, vext­ir hækkuðu, bens­ín­verð rauk upp, hús­hit­un­ar­kostnaður sömu­leiðis og öll mat­vara. Rekstr­ar­kostnaður fyr­ir­tækja jókst og kaup­mátt­ur fólks rýrnaði veru­lega.“

Nú eru horf­ur mjög já­kvæðar að sögn Al­berts og skipt­ir þar auk­in um­svif í efna­hags­líf­inu í Banda­ríkj­un­um mestu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »