„Umskiptin sem ég sá og skynjaði í bandarísku samfélagi komu þægilega á óvart og lofa góðu. Deyfð, drungi og samdráttareinkenni í efnahagslífi í Boston og nágrenni í mars í fyrra höfðu vikið fyrir mjög auknum umsvifum og bjartsýni. Ég kom því heim núna með allt aðra og betri tilfinningu í maganum en gera mátti ráð fyrir,“ segir Albert Erluson, framkvæmdastjóri Hólmaskers ehf., í færslu á vef Vinnslustöðvarinnar.
Albert var viðstaddur sjávarúvegssýningarinnar í Boston á dögunum en hún er sú stærsta sem haldin er í Norður-Ameríku.
„Við styrktum viðskiptasambönd og hittum líka fulltrúa fyrirtækja sem vantar fisk til að selja, bæði ferskan og frosinn. Þar gætu orðið við ný viðskiptatengsl. Ég hef staðreynt um árabil mikinn stöðugleika á markaði með fisk í Bandaríkjunum og það á bæði við um magn og verðlag. Undanfarin ár hefur fiskverð hins vegar sveiflast meira en dæmi eru um áður. Ekki er auðvelt að greina ástæðuna en ég hef mínar kenningar um það,“ segir hann.
Vinnslustöðin og dótturfélög hennar, Leo Seafood og Hólmasker, voru á sýningunni undir merkjum VSV Seafood Iceland í þjóðarskála sem Íslandsstofa skipulagði. Alls voru í Boston fleiri en 1.200 sýnendur frá 49 að kynna vörur sínar, tæki og tól og ræða saman á málstofum og ráðstefnum af öllu tagi.
Í Bandaríkjunum er helsta markaðssvæði Hólmaskers og nær það New York, Massachusetts, New Hampshire og Maine. Einnig skipar Flórída mikilvægan sess í sölu félagsins vestur um haf. Það er fyrst og fremst flökuð ýsa sem seld er til viðskiptavina í Bandaríkjunum.
Aðalviðskiptavinurinn lengst af er og hefur verið High Liner Food, kanadískt fyrirtæki sem fimm bræður stofnuðu um saltfiskverkun í Nova Scotia á Nýfundnalandi 1899 og er nú stærsti seljandi tilbúinna, frosinna sjávarrétta til stórmarkaða og þjónustufyrirtækja í veitingarekstri í Bandaríkjunum.
Tilkynnt var 2021 um kaup Vinnslustöðvarinnar á 75% hlut í fiskvinnslunni Hólmaskeri sem starfrækt er í Hafnarfirði og gegnir vinnslan nú mikilvægu hlutverki í samstæðu Vinnslustöðvarinnar. Fram kemur í færslunni að 75% til 80% ýsunnar sem flökuð er og seld frá Hólmaskeri á árinu 2024 berist af skipum Vinnslustöðvarinnar en 20-25% séu keypt á markaði.
Starfsmenn Hólmaskers eru um 40 og framleiða árlega um 4.000 tonn af fiski. Flökin fara vestur um haf fersk eða frosin, flugleiðis eða sjóleiðis, til High Liner og áfram til þeirra sem kunna gott að meta á diskunum sínum.
„Þegar við hófum starfsemi Hólmaskers var útflutningur til Bandaríkjanna svipaður og áður og verð afurða sömuleiðis. Svo tók verð að hækka á COVID-tímanum og náði sögulegum hæðum, allt að 20% yfir því sem dæmi voru um áður. Verðið hækkaði allt árið 2022 en lækkaði svo í skrefum á árinu 2023 og var um síðustu áramót orðið lægra en það var fyrir COVID,“ segir Albert í færslunni.
Hann segist aldrei hafa kynnst öðrum eins sveiflum. „Verðhækkunina skýri ég helst með peningaprentun og því að fólk hafði hægt um sig og ferðaðist ekki á COVID-tímanum. Það hafði óvenju mikla fjármuni úr að spila og vildi gera vel við sig í mat. Svo gjörbreyttust aðstæður 2023. Peningaprentun var hætt, vextir hækkuðu, bensínverð rauk upp, húshitunarkostnaður sömuleiðis og öll matvara. Rekstrarkostnaður fyrirtækja jókst og kaupmáttur fólks rýrnaði verulega.“
Nú eru horfur mjög jákvæðar að sögn Alberts og skiptir þar aukin umsvif í efnahagslífinu í Bandaríkjunum mestu máli.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.3.25 | 546,49 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.3.25 | 634,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.3.25 | 306,62 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.3.25 | 233,20 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.3.25 | 206,33 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.3.25 | 244,50 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.3.25 | 241,92 kr/kg |
22.3.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 170 kg |
Skarkoli | 38 kg |
Ýsa | 14 kg |
Keila | 5 kg |
Samtals | 227 kg |
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 5.565 kg |
Þorskur | 958 kg |
Skarkoli | 23 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 6.562 kg |
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Grálúða | 3.238 kg |
Steinbítur | 1.055 kg |
Ýsa | 929 kg |
Þorskur | 688 kg |
Keila | 368 kg |
Hlýri | 191 kg |
Karfi | 55 kg |
Samtals | 6.524 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.3.25 | 546,49 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.3.25 | 634,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.3.25 | 306,62 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.3.25 | 233,20 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.3.25 | 206,33 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.3.25 | 244,50 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.3.25 | 241,92 kr/kg |
22.3.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 170 kg |
Skarkoli | 38 kg |
Ýsa | 14 kg |
Keila | 5 kg |
Samtals | 227 kg |
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 5.565 kg |
Þorskur | 958 kg |
Skarkoli | 23 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 6.562 kg |
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Grálúða | 3.238 kg |
Steinbítur | 1.055 kg |
Ýsa | 929 kg |
Þorskur | 688 kg |
Keila | 368 kg |
Hlýri | 191 kg |
Karfi | 55 kg |
Samtals | 6.524 kg |