Engu svarað um áhrif lúsalyfja

Laxalús getur verið þrálátt vandamál í sjókvíaeldi og eru nokkrar …
Laxalús getur verið þrálátt vandamál í sjókvíaeldi og eru nokkrar tegundir lyfja notaðar í fóðri eða með böðun til að losna við hana. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Umhverfisstofnun svarar því ekki hvenær standi til að skoða hver áhrif lyfja sem beitt er til að meðhöndla eldislax gegn laxalús eru á lífríki sjávar. Ekki hafa heldur fengist svör við spurningu um það hvort stofnunin telji forsvaranlegt að lyfin séu í notkun á meðan áhrif þeirra á lífríki í þeim fjörðum þar sem þau eru notuð eru óþekkt, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Í umfjöllun Morgunblaðsins í janúar 2022 um notkun lyfja gegn laxalús í sjókvíaeldi upplýsti Umhverfisstofnun að hún hygðist taka til skoðunar notkun fiskilúsalyfja, nánar tiltekið emamectins, vegna mögulegra skaðlegra áhrifa á umhverfið. Eru nú liðin tvö ár og hefur skoðunin enn ekki farið fram. Hversu lengi málinu verður frestað hefur ekki fengist upplýst.

Um mitt síðasta ár gerði blaðamaður tilraun til að fá svar við fyrrnefndum spurningum og svaraði Umhverfisstofnun þá: „Vegna mikilla anna og annarra verkefna hefur því miður ekki verið lokið við þetta verkefni. Í ljósi boðaðrar stefnumótunar matvælaráðuneytisins í lagareldi mun stofnunin skoða málið heildstætt með öðrum stofnunum sem koma að fiskeldismálum.“

Stefnumótun yfirvalda fyrir eldis- og ræktunargreinar lauk á síðasta ári með kynningu frumvarps að nýjum heildarlögum fyrir lagareldi. Til stóð að flytja frumvarpið fyrir Alþingi 26. febrúar síðastliðinn samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Ekki er vitað hvenær megi búast við því að það hljóti þinglega meðferð.

Nánar er fjallað um notkun lyfja gegn laxalús í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.12.24 572,16 kr/kg
Þorskur, slægður 3.12.24 644,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.12.24 384,77 kr/kg
Ýsa, slægð 3.12.24 373,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.12.24 290,84 kr/kg
Ufsi, slægður 3.12.24 324,22 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 3.12.24 243,08 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.12.24 20,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 4.941 kg
Þorskur 2.575 kg
Langa 122 kg
Karfi 86 kg
Steinbítur 35 kg
Keila 32 kg
Samtals 7.791 kg
3.12.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 7.593 kg
Samtals 7.593 kg
3.12.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 21.501 kg
Skarkoli 57 kg
Samtals 21.558 kg
3.12.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 470 kg
Langa 35 kg
Karfi 35 kg
Þorskur 33 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 575 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.12.24 572,16 kr/kg
Þorskur, slægður 3.12.24 644,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.12.24 384,77 kr/kg
Ýsa, slægð 3.12.24 373,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.12.24 290,84 kr/kg
Ufsi, slægður 3.12.24 324,22 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 3.12.24 243,08 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.12.24 20,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 4.941 kg
Þorskur 2.575 kg
Langa 122 kg
Karfi 86 kg
Steinbítur 35 kg
Keila 32 kg
Samtals 7.791 kg
3.12.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 7.593 kg
Samtals 7.593 kg
3.12.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 21.501 kg
Skarkoli 57 kg
Samtals 21.558 kg
3.12.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 470 kg
Langa 35 kg
Karfi 35 kg
Þorskur 33 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 575 kg

Skoða allar landanir »