Þorsteinn Már skaut föstum skotum á SKE

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, skaut föstum skotum á Samkeppniseftirlitið …
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, skaut föstum skotum á Samkeppniseftirlitið á aðalfundi Síldarvinnslunnar. mbl.is/Hákon Pálsson

„Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ekki áhyggjur af niðurstöðu athugunar Samkeppniseftirlitsins en setur hins vegar spurningamerki við hvernig stofnunin nálgast sín viðfangsefni,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar hf., í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í dag og skaut föstum skotum á Samkeppniseftirlitið (SKE). Spurði hann hagsmuni hverra stofnunin væri að gæta og fullyrti að SKE sé oft að veikja stöðu íslenskra fyrirtækja í samkeppninni á erlendum mörkuðum.

Tilefni orða Þorsteins Más var að eftirlitið tilkynnti í febrúar síðastliðnum að hafið væri umsagnarferli vegna fjárfestingar Síldarvinnslunnar á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood af Samherja, sem greint var frá í september í fyrra.

Í tilkynningu SKE sagði að það yrði „sérstakt athugunarefni hvort slík tengsl séu til staðar, eða séu að myndast með kaupunum, að líta beri á félögin sem eitt og sama fyrirtækið (í samkeppnisrétti nefnt ein efnahagsleg eining), þ.e. hvort samband þeirra sé svo náið að það jafngildir einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta.“

„Tilkynning Samkeppniseftirlitsins er merkileg meðal annars í ljósi þess að stofnunin hefur margsinnis áður fjallað um stjórnunar- og eignatengsl þessara fyrirtækja eða frá árinu 2009 án þess að hafa talið þörf á íhlutun,“ sagði Þorsteinn Már í ræðu sinni.

„Öllum má vera ljóst að Samherji stýrir ekki Síldarvinnslunni sem er hlutafélag sem er rekið í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög. Aðalfundur er æðsta ákvörðunarvald í málefnum félagsins og á milli aðalfunda þess eru það stjórnin sem ræður. Samherji á einn fulltrúa í stjórn félagsins. Daglegum rekstri er stýrt af forstjóra sem sækir umboð sitt til stjórnar. Hluthafar félagsins eru í dag á fjórða þúsund og þeirra á meðal eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins.“

Þá vakti Þorsteinn Már sérstaklega athygli á því að Samherji hafi minnkað eignarhlut sinn í Síldarvinnslunni í kjölfar skráningar félagsins í Kauphöll vorið 2021. Við þetta fór hlutur Samherja í Síldarvinnslunni úr tæplega 45% í 30%.

Með hagsmuni hverra í huga?

„Það er ekki ljóst hvaða hagsmuni Samkeppniseftirlitið á Íslandi er að verja og hvaða samkeppni stofnunin telur sig standa vörð um. Fjárfestingin í Ice Fresh Seafood hefur engin áhrif á íslenskan markað eða samkeppni hér innanlands enda selur fyrirtækið allar afurðir á erlendan markað. Hvaða hagsmuni er Samkeppniseftirlitið þá að verja með sinni athugun? Er stofnunin að standa vörð um hagsmuni kaupenda sjávarafurða í Evrópu og Asíu? Eru það stórar verslunarkeðjur í Frakklandi?“ spurði Þorsteinn Már.

Sýndi hann fundargestum veltu nokkurra af þeim verslunarkeðjum sem Ice Fresh Seafood er í viðskiptum við. Ice Fresh Seafood nær hvergi 0,05% af veltu þessara fyrirtækja.

„Undanfarin ár hef ég ítrekað bent á að umræðan um stærð íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er á villigötum. Staðreyndin er sú að íslenskur sjávarútvegur í heild sinni er agnarsmár í samanburði við þau risavöxnu erlendu sjávarútvegsfyrirtæki sem að við erum í samkeppni við á erlendum mörkuðum,“ sagði stjórnarformaðurinn.

Önnur lögmál um erlend félög?

Sagði Þorsteinn Már muninn fara vaxandi og benti á alþjóðlegu stórfyrirtækin Mowi og SalMar sem bæði eru með starfsemi hér á landi. Mowi er stærsta sjávarútvegsfyruirtæki í heimi og nam velta þess um 820 milljarða króna á síðasta ári, en velta Síldarvinnslunnar er um 6% af veltu Mowi. Salmar er næst stærsta fiskeldisfyriurtæki í heimi og er jafnframt eigandi stærsta uppsjávarfélags á heimsvísu.

„Þrátt fyrir að þessi tvö félög séu bæði með starfsemi á Íslandi, og séu margfalt stærri en öll íslensku sjávarútvegsfyrirtækin samanlagt, þá voru þau ekki á lista yfir þau þrjátíu fyrirtæki sem Samkeppniseftirlitið óskaði eftir ítarlegum upplýsingum frá á síðasta ári vegna athugunar á stjórnunar- og eignartengslum í íslenskum sjávarútvegi. Dæmi um fyrirtæki sem athugun samkeppniseftirlitsins náði til er til dæmis G.Run í Grundarfirði. Mowi er 400 sinnum stærra fyrirtæki en G.Run sem telst vera stórt og þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki samkvæmt Samkeppniseftirlitinu. Það má því segja að Mowi nái ársveltu G.Run um hádegisbil á hverjum einasta virka degi ársins, útskýrði Þorsteinn Már.

Vakti hann athygli á að umrædd athugun SKE á eignatengslum í íslenskum sjávarútvegi hafi reynst ólögmæt.

„Þessi atriði vekja upp þá spurningu hvort önnur lögmál gildi um erlend sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og hvort eftirlitsstofnanir beiti sér síður gegn þeim.“

„Lax er bara lax“

Þorsteinn Már vék máli sínu næst að íhlutun vegna meintrar samþjöppunar í íslensku laxeldi og snéri að því að það hafi verið sett sem skilyrði fyrir samruna NTS og Salmar að sameinað félag yrði að selja hlut sinn í Arctic Fish, sem Síldarvinnslan á þriðjung í.

„Það var Samkeppniseftirlitið hér á Íslandi sem tók virkan þátt og aðstoðaði framkvæmdastjórn ESB í þessu máli,“ sagði hann og benti á að í tilkynningu Ske vegna málsins var sérstaklega vakin athygli á því. Var talið að samruninn myndi leiða til röskun á samkeppni því sameinað fyrirtæki yrði langstærsti framleiðandi að íslenskum laxi inn á EES-svæði.

„Sá sem ritar þennan texta veit greinilega lítið um laxeldi og minna um þá markaði sem afurðirnar eru seldar á. Það er ekki til neinn sérstakur vörumarkaður fyrir íslenskan eldislax enda er hann ræktaður á sama hátt og norski laxinn og er að auki framleiddur af fyrirtækjum í meirihlutaeigu Norðmanna.“

Fullyrti Þorsteinn már að þótt lax sé merktur að hann sé frá Íslandi sé hann ekki sjálfkrafa orðinn að sérvöru. „Enda er markaður fyrir lax sá sami og viðskiptavinirnir þeir sömu. Lax er bara lax. Laxinn, sama hvort hann sé ræktaður í Færeyjum, Noregi eða á Íslandi, kemur af sama stofni, fóðraður með sama fóðrinu og endar á disknum hjá sömu neytendunum.“

Staðhæfingar út í bláinn

Vakti hann athygli á því að laxeldisfyrirtækin séu hluti af norsku samstæðum sem framleiða um 800 þúsund tonn af laxi árlega annars staðar en á Íslandi. „Trúa menn því að þessi fyrirtæki selji tuttugu til þrjátíu þúsund tonn af íslenskum laxi, eða lítið brot af heildarframleiðslunni, sem einhverja sérvöru? Hvernig er hún frábrugðin norskum, skoskum eða laxi frá Færeyjum?“

Seld voru um tuttugu þúsund tonn af laxi frá Íslandi á evrópska markaði í fyrra, en í heild keypti Evrópa 1,2 milljónir tonna af laxi.

„Samkeppniseftirlitið telur sig hafa tryggt að Íslendingar fái minna fyrir laxinn en aðrir framleiðendur og þar af leiðandi lægri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Þannig að þessi fullyrðing Samkeppniseftirlitsins um „sérstakan vörumarkað“ er bara út í bláinn,“ sagði Þorsteinn Már.

Fullyrti hann að SKE væri í mörgum tilvikum að „gera íslenskum fyrirtækjum, sem starfa á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta, erfitt fyrir. Íslensk fyrirtæki eru oft á tíðum með litla markaðshlutdeild á þeim mörkuðum sem þau selja afurðir sínar á.“

Fór hann ekki út í getgátur um „hvers vegna Samkeppniseftirlitið telur þetta vera í sínum verkahring og hvaða hagsmuni stofnunin telur sig vera að verja með framgöngu sinni.“ Það væri verkefni annarra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »