Lýsa þungum áhyggjum af úthlutun byggðakvóta

Strandveiðisjómenn mótmæltu stöðvun strandveiða síðasta sumar. Strandveiðifélag ÍSlands lýsir nú …
Strandveiðisjómenn mótmæltu stöðvun strandveiða síðasta sumar. Strandveiðifélag ÍSlands lýsir nú áhyggjum af tilhögun úthlutun byggðakvóta. Ljósmynd/Aðsend

Strandveiðifélag Íslands hefur óskað eftir fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til að ræða langtímasamninga Byggðastofnunar vegna úthlutun byggðakvóta. Telja samtökin ekki forsvaranlegt að forstjóri stofnunarinnar hefji undirbúning að endurnýjun langtímasamninga áður en Ríkisendurskoðun hafi lokið skýrslugerð um úthlutun byggðakvóta.

„Strandveiðifélag Íslands hefur þungar áhyggjur af því að frekari langtímasamningar verði gerðir áður en greinargóð úttekt hefur verið gerð á verklagi Byggðastofnunar,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Strandveiðifélagsins.

Þar er greint frá því að Ríkisendurskoðun sé að vinna skýrslu um úthlutun byggðakvóta og vakin athygli á að langtímasamningar Byggðastofnunar sem gerðir eru í tengslum við byggðakvóta renni út á yfirstandandi fiskveiðiári sem lýkur 31. ágúst. „Nú hefur forstjóri Byggðastofnunar boðað til fundar með skömmum fyrirvara um gerð á nýjum langtímasamningum. Við teljum ekki réttlætanlegt að gera nýja langtímasamninga áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar á því verklagi sem hefur verið tíðkað verði gert upp.“

Benda á fimm atriði

Bendir Strandveiðifélagið á fimm þætti sem það telur þurfa að taka til skoðunar áður en lengra er haldið í úthlutun byggðakvóta. Fullyrt er m.a. að byggðakvóta Byggðastofnunar hafi verið úthlutað til erlendra aðila og er með því átt við fiskeldisfyrirtækja.

Jafnframt er bent á að á Þingeyri, Flateyri og Grímsey hafi afli sem veiddur er á grundvelli byggðakvóta ekki verið landað í byggðunum þar sem honum er ráðstafað. „Afli sem aflað er á forsendum byggðakvóta Byggðastofnunar fer í sumum tilfellum aldrei til viðkomandi byggðar t.d. Þingeyrar, Flateyrar og Grímsey en atvinnusköpun í viðkomandi byggð „uppfyllt“ með óskyldri starfsemi eða alls ekki.“

Bent er meðal annars á Grimsey sem dæmi um að …
Bent er meðal annars á Grimsey sem dæmi um að tilhögun byggðakvóta sé ekki að ná markmiðum kerfisins. mbl.is

Fullyrt er að samningar Byggðastofnunar hafa orðið að söluvöru þar sem dæmi er um að samningur hafi fylgt kaupum á fiskvinnslu til nýs rekstraraðila sem ekki hafi verið aðili að umræddum samningi. Sem dæmi er bent á kaup GPG Seafood á Halldóri fiskvinnslu ehf. á Bakkafirði árið 2019.

„Byggðakvóta er ekki úthlutað beint til útgerða sem hafa aðild að samningum við  Byggðastofnun heldur er reglan sú að gerðir séu vistunarsamningar við stórútgerðir um kvótann og hann sé síðan fluttur þaðan til útgerða í byggð sem fær honum úthlutað. Byggðastofnun hefur ekki getað sýnt fram á að viðkomandi heimildir hafi verið fluttar til baka og í hve miklum mæli,“ segir í tilkynningunni.

Vert er að geta þess að sveitarfélög hafa haft frumkvæði að því að afnema vinnsluskyldu í ýmsum byggðarlögum.

Vandað verði til verka

Á grundvelli þessara þátta lýsir félagið þungum áhyggjum af því að til standi að gera nýja langtímasamninga um byggðakvóta.

Er gerð krafa um að það verði tryggt að „þær veiðiheimildir sem Byggðastofnun úthlutar mæti þeim markmiðum sem byggðakvótar hafa. Verðmætin sem úthlutað er í þessum samningum er milljarða króna virði árlega og því mikilvægt að vanda til verka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »