Greiða 900 milljónir í arð eftir góða afkomu

Árið 2023 var það besta í sögu Vinnslustöðvarinnar með tilliti …
Árið 2023 var það besta í sögu Vinnslustöðvarinnar með tilliti til afkomu samstæðu félagsins. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Sam­stæða Vinnslu­stöðvar­inn­ar hagnaðist um 4,5 millj­arða króna á síðasta ári og nam sam­an­lögð velta henn­ar um 35 millj­örðum króna. Um er að ræða bestu af­komu fé­lags­ins frá upp­hafi.

Á aðal­fundi fé­lags­ins í síðustu viku var samþykkt að greiða hlut­höf­um 900 millj­ón­ir í arð vegna árs­ins 2023, þó með þeim fyr­ir­vara að heim­ilt sé að lækka fjár­hæðina eða hætta við greiðslu arðs skyldi aðstæður breyt­ast þegar líður á þetta ár.

Þetta má lesa í til­kynn­ingu á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Þar seg­ir að góð af­koma á síðasta ári hafi að miklu leyti komið til vegna upp­sjáv­ar­veiðanna, sér­stak­lega vegna gjöf­ul­ustu loðnu­vertíð í verðmæt­um talið frá því að Íslend­ing­ar hófi að stunda veiðarn­ar. Veg­ur þar þungt verð á mjöli og lýsi sem var hátt allt síðasta ár.

Heilt yfir gekk rekst­ur­inn vel árið 2023, þrátt fyr­ir sölutregðu fros­inna botn­fiskaf­urða og verðlækk­un­ar í Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og Frakklandi.

„Met­vertíð loðnu í fyrra fylg­ir loðnu­leys­is­ár nú með þeim af­leiðing­um sem slíkt hef­ur fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn, byggðarlög­in þar sem upp­sjáv­ar­veiðar eru stoðir í at­vinnu­lífi og fyr­ir sjálft þjóðarbúið. Loðnu­brest­ur­inn nú er til vitn­is um hve sveiflu­kennd at­vinnu­grein sjáv­ar­út­veg­ur er og mik­illi óvissu háður um skil­yrði og tak­mörk sem móðir nátt­úra set­ur starf­semi hans á hverj­um tíma,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Stöðugild­um fjölgaði um 90

Á síðasta ári festi Vinnslu­stöðin kaup á út­vegs- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tækj­un­um Ósi ehf. og Leo Sea­food ehf. af Sig­ur­jóni Óskars­syni út­gerðar­manni og fjöl­skyldu hans í Vest­manna­eyj­um. Með þessu fylgdi skipið Þór­unn Sveins­dótt­ir VE og til­heyr­andi afla­heim­ild­ir.

Við þessa um­fangs­miklu fjár­fest­ingu stækkuðu um­svif sam­stæðu vinnslu­stöðvar­inn­ar um 40% og stöðugild­um fjölgaði um 90, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni. Eru stöðugildi Vinnslu­stöðvar­inn­ar nú 460, þar af 400 á Íslandi og 60 er­lend­is.

Vinnslu­stöðin hef­ur fjár­fest mikið að und­an­förnu og hófst á síðasta ári bygg­inga­fram­kvæmd­ir á lóð Vinnslu­stöðvar­inn­ar, en þar voru göm­ul og úr­elt hús rif­in og rís í staðinn tveggja hæða stein­hús sem tel­ur 5.600 fer­metra. Stefnt er að því að það verði salt­fisk­vinnsla á neðri hæð og að á efri hæðinni verði inn­vigt­un upp­sjáv­ar­afla sem og flokk­un og flök­un.

Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um ljúki á ár­inu 2025.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 558,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 439,43 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 228,36 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 266,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 226,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 25.065 kg
Ýsa 8.379 kg
Ufsi 1.652 kg
Karfi 1.145 kg
Samtals 36.241 kg
2.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.733 kg
Steinbítur 25 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 2.778 kg
2.4.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.870 kg
Þorskur 110 kg
Rauðmagi 8 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.996 kg
2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 558,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 439,43 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 228,36 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 266,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 226,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 25.065 kg
Ýsa 8.379 kg
Ufsi 1.652 kg
Karfi 1.145 kg
Samtals 36.241 kg
2.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.733 kg
Steinbítur 25 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 2.778 kg
2.4.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.870 kg
Þorskur 110 kg
Rauðmagi 8 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.996 kg
2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg

Skoða allar landanir »