Biðja Bjarkeyju um að bjarga vertíðinni

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir mikilvægt að sett …
Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir mikilvægt að sett verði í forgang að sjá strabdveiðunum fyrir nægum veiðiheimildum svo bátarnir fá að veiða þá daga sem þeir eiga samkvæmt lögum. Ljósmynd/Aðsend

Strandveiðisjómenn binda vonir við að nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, útvegi strandveiðunum nægar veiðiheimildir til að hægt verði að stunda strandveiðar í þá fjóra mánuði sem veiðitímabilið nær til. Strandveiðifélag Íslands óskað eftir fundi með nýjum ráðherra til að ræða málið upplýsir Kjartan Sveinsson formaður félagsins

„Helsta áherslan hjá okkur er að reyna að bjarga vertíðinni og að þetta verði ekki eins og síðustu tvö sumur þar sem veiðar voru stöðvaðar löngu áður en veiðitímabilinu lauk. Það eru örugglega margir sem eru að biðja um fund núna en fyrst vertíðin er að fara að bresta á hlýtur að vera forgangur að skoða þetta. Við vitum að strandveiðipotturinn er allt of lítill og er mikilvægt að fyrsta verkefni verði að skoða hvernig megi stækka hann þannig að við getum klárað tímabilið,“ segir hann.

Strandveiðitímabilið er frá maí til ágúst og hefur hver bátur 12 sóknardaga í hverjum mánuði þar sem aðeins er heimilt er að veiða fyrirfram ákveðið magn í hverri veiðiferð. Veiðum strandveiðisjómanna hafa hins vegar verið stöðvaðar af Fiskistofu þegar veiðiheimildir sme veiðunum er ráðstafað klárast.

Undanfarin tvö ár hafa þær verið stöðvaðar í kringum miðjan júlí og leiddi þetta til mótmæla síðasta sumar.

Ákall um sveigjanleika

Síðustu ár hefur veiðiheimildum fyrir um tíu þúsund tonnum af þorski og þúsund tonna af ufsa verið ráðstafað til strandveiða og hefur hlutfall þessara heimilda aldrei verið meira af heildarkvóta en síðustu ár, enda hefur úthlutaður þorskkvóti dregist verulega saman síðustu fimm ár. 

Spurður hvort það sé raunhæft að komið verði til móts við kröfur strandveiðisjómanna, svarar Kjartan að hann sjái því ekkert til fyrirstöðu.

„Við höfum bent fyrri ráðherrum á hvernig sé hægt að sækja þessar veiðiheimildir, þannig að þetta er vel hægt. Það er endalaus sveigjanleiki í aflamarkskerfinu með tegunda- og áratilfærslur og svo framvegis. Það ætti alveg að vera hægt að útbúa sveigjanleika fyrir okkur því það er svo rosalega lítið sem vantar upp á af heildarkvótanum til að þetta gangi upp. Þetta snýst bara um pólitískan vilja.“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr matvælaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafi innsýn í greinina

Jafnframt segir Kjartan það skipta máli að Bjarkey sé ekki þingmaður af höfuðborgarsvæðinu. „Hún ætti að hafa miklu meiri innsýn í greinina og hafi tilfinningu fyrir mikilvægi fiskveiða, að þetta sé ekki bara eitthvað til að skattleggja heldur eitthvað sem er atvinnuskapandi fyrir landsbyggðina. Ég hef fulla trú á því að hún sjái það og skilji það.“

Hins vegar viðurkennir hann að margir strandveiðisjómenn vilji ekki vera of bjartsýnir

„Svandís [Svavarsdóttir] byrjaði [sem matvælaráðherra] með mikla velvild frá okkur sem tilheyrum strandveiðiflotanum og hún saxaði ansi hressilega á það. Okkar leiðir skilja ekki í einhverri rosalegri hlýju. Bjarkey tekur við okkur svolítið fúlum, en ég trúi því að hún hafi skilning á málaflokknum og muni gera allt sem hún getur til að geta bjargað vertíðinni fyrir okkur í sumar.“

Í framhaldinu sé ekki síður mikilvægt að matvælaráðherra hefji vinnu við langtímaáætlun um að breyta umgjörð strandveiðanna „þannig að þetta verði atvinnugrein sem hægt er að lifa af,“ segir Kjartan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 601,71 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 437,65 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 404,09 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 172 kg
Langlúra 77 kg
Þorskur 58 kg
Karfi 28 kg
Skarkoli 14 kg
Sandkoli 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 356 kg
18.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.403 kg
Þorskur 1.180 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 2.596 kg
18.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 584 kg
Skrápflúra 364 kg
Sandkoli 206 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 52 kg
Steinbítur 33 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 601,71 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 437,65 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 404,09 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 172 kg
Langlúra 77 kg
Þorskur 58 kg
Karfi 28 kg
Skarkoli 14 kg
Sandkoli 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 356 kg
18.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.403 kg
Þorskur 1.180 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 2.596 kg
18.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 584 kg
Skrápflúra 364 kg
Sandkoli 206 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 52 kg
Steinbítur 33 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »