Útséð um hvalveiðar í sumar

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eins og staðan er núna er útséð um að hvalveiðar verði í sumar,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið, en fyrirtækið bíður enn eftir svörum frá matvælaráðherra við umsókn um leyfi til veiða á langreyðum, sem send var ráðuneytinu 30. janúar sl.

„Það er augljóst í mínum huga að matvælaráðuneytið, undir forystu ráðherra Vinstri-grænna, skeytir engu um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og heldur skipulega áfram í sinni vegferð að reyna að leggja atvinnustarfsemina af, þótt hún byggist á lögum.

Þegar ekki er á vísan að róa með útgáfu starfsleyfis er ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum sem eru nauðsynleg forsenda þess að veiðar geti orðið, það segir sig sjálft,“ segir Kristján.

Starfsemin væri gerð óstarfhæf

Hann nefnir og að um 50 dögum eftir að umsókn var send ráðuneytinu hafi ráðuneytið loks svarað með því að óska þess að Hvalur upplýsti „hvort og þá hvernig umsækjandi fullnægir kröfum“ tiltekinna laga og reglugerða.

Jafnframt kom fram í erindi ráðuneytisins að til skoðunar væri að veita leyfi eingöngu til eins árs í senn.

Hvalur svaraði ráðuneytinu viku síðar, 21. mars, og benti m.a. á að fyrirsjáanleiki væri afar mikilvægur þegar að allri fjárfestingu kæmi, bæði í tækjum, tólum og mannafla, og að „með því að veita leyfi til eins árs í senn [væri] í reynd verið að leggja grunn að því að gera atvinnustarfsemina óstarfhæfa“.

Málið „í vinnslu“

Hvalur sendi ríkislögmanni í janúar ósk um viðræður um skaðabætur vegna hvalveiðibannsins síðasta sumar með þátttöku verkalýðsfélaga og var því svarað mánuði síðar að málið væri „í vinnslu“.

„Ég átta mig ekki á hvernig það getur tekið 100 daga að bregðast við stuttu erindi varðandi ósk um viðræður. Erindið byggist á áliti umboðsmanns sem matvælaráðherra kvaðst jú taka alvarlega. Þetta er eins og starfsleyfisumsóknin. Það er allt á sömu bókina lært,“ segir Kristján.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 387,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 197,98 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 121,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 387,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 197,98 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 121,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »