Íslenskur sjávarútvegur hefur dregið úr olíunotkun á hafi um tæp 40% frá árinu 1990. Samdrátturinn væri nær 50% ef ekki hefði komið til veruleg skerðing á raforku til fiskimjölsverksmiðja á liðnum tveimur árum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Þetta kemur fram í skýrslunni Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi, sem kynnt var á fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í gær. Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá SFS, segir í samtali við Morgunblaðið að íslenskur sjávarútvegur hafi verið leiðandi í að minnka sótspor sitt.
„Við höfum ekki séð viðlíka árangur neins staðar, hvorki hjá atvinnugreinum hér á landi né erlendis. Í Noregi til dæmis hefur sjávarútvegurinn dregið úr olíunotkun um 10% frá árinu 2005 svo þau eiga langt í land með að ná þeim árangri sem við höfum náð,“ segir hún.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, var meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum og talaði hann meðal annars um mikilvægi þess að raunhæf markmið væru sett hvað varðar orkuskipti í sjávarútvegi.
Í samtali við Morgunblaðið segir hann að hann telji brýnt að leggja áherslu á að auka orkuöflun á grænni orku.
„Við þurfum að klára þau verkefni sem eru aðkallandi innanlands og staðreyndin er sú að það vantar orku til að óþarfa olíubrennslu sé hætt í landinu.“
Í skýrslu SFS kemur meðal annars fram að fiskimjölsverksmiðjur hafi þurft að hverfa aftur til olíunotkunar í sinni starfsemi, þrátt fyrir að margar þeirra séu rafvæddar. Þar vanti líka að styrkja flutningskerfið en einhverjar verksmiðjur eiga ekki kost á rafmagni. Gunnþór segir að það sé umhugsunarefni að Ísland hafi ekki sinnt orkuöflun með nægilegum hætti á síðustu misserum.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |