Strandveiðisjómenn hrekjast frá heimabyggð

Einar Sigurðsson á Raufarhöfn segir strandveiðikerfið hafi átt að styrkja …
Einar Sigurðsson á Raufarhöfn segir strandveiðikerfið hafi átt að styrkja byggð á öllu landinu, ekki aðeins á hluta þess. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Strandveiðisjómenn á Norður- og Austurlandi telja sig tala fyrir daufum eyrum en þeim þykir ljóst að strandveiðikerfið sé gallað. Stranveiðar á svæðinu séu ekki arðbærar á svæði C fyrr en siðla sumars.

„Auðvitað kjósum við helst að geta gert út frá okkar heimabyggð en við sem fórum frá Raufarhöfn með útgerð okkar í fyrra erum nú í startholunum með hvað skuli gera. Mér finnst það gleymast í allri þessari umræðu um strandveiðar að þær skipta ekki bara sjómenn máli heldur líka hafnirnar sem þær eru stundaðar frá, strandveiðikerfi er ætlað að styrkja sjávarbyggðirnar allt í kringum landið og á kerfið ekki þróast með þeim hætti sem það er í dag, þ.e.a.s. að beina allri útgerð á einn eða tvo landshluta,“ segir Einar Sigurðsson á Raufarhöfn í Morgunblaðinu í dag.

Reynslan sýnir að núverandi fyrirkomulag strandveiða viðheldur ójafnræði milli landshluta, eins og sjómenn á svæði C hafa margsinnis nefnt. Leggja þeir til að öllum bátum verði úthlutaður fastur dagafjöldi til veiða.

Löndun á Þórshöfn á góðum sumardegi.
Löndun á Þórshöfn á góðum sumardegi. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Smábátasjómenn á svæðinu telja kerfið meingallað og sagði Oddur Örvar þetta um málið: „Ég hef barist í mörg ár fyrir breytingum á kerfinu, tekið saman tölfræði og upplýsingar, bent bæði sveitarstjórnum svæðisins sem og ráðherrum á þessa mismunun en allir hafa daufheyrst. Ég sé ekki annan kost en að fara burt, hef lögskráð útgerðina frá Húsavík til Bolungarvíkur, tekjur mínar hafa dregist saman milli ára um meira en helming eða 64% en slíkur rekstur gengur ekki til lengdar. Það er galið að hafa opinn pott en lokuð svæði.“

Í sama streng tekur Guðmundur Baldursson frá Kópaskeri en hann er nú fluttur til Þorlákshafnar og gerir út frá Sandgerði.

„Það var annaðhvort að hætta alveg og selja eða flytja burt, kerfið á sinn þátt í því. Það vantar sanngirni í þetta; ef hugmyndin er sú að strandveiðar eigi að vera byggðastyrkjandi verkefni þá er það núna bara fyrir hluta af landinu, ekkert mið er tekið af aðstæðum hvers landshluta. Júní er yfirleitt ónýtur hér, maður rétt veiðir í soðið og í maí er nánast allt steindautt. Strandveiðar í einum potti hafa snúist upp í það að bara sé hægt að gera út frá einu svæði við landið enda sýnir tölfræðin að svæði C ber skarðan hlut frá borði á landsvísu.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.24 398,89 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.24 352,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.24 352,11 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.24 154,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.24 161,27 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.24 214,63 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 17.7.24 262,52 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Ýsa 5.054 kg
Þorskur 3.492 kg
Skarkoli 1.236 kg
Skrápflúra 192 kg
Steinbítur 27 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 10.019 kg
17.7.24 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 129 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 139 kg
17.7.24 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 251 kg
Karfi 27 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 303 kg
17.7.24 Hafrún HU 12 Dragnót
Ýsa 7.175 kg
Þorskur 1.190 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 55 kg
Langlúra 36 kg
Sandkoli 12 kg
Samtals 8.759 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.24 398,89 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.24 352,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.24 352,11 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.24 154,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.24 161,27 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.24 214,63 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 17.7.24 262,52 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Ýsa 5.054 kg
Þorskur 3.492 kg
Skarkoli 1.236 kg
Skrápflúra 192 kg
Steinbítur 27 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 10.019 kg
17.7.24 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 129 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 139 kg
17.7.24 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 251 kg
Karfi 27 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 303 kg
17.7.24 Hafrún HU 12 Dragnót
Ýsa 7.175 kg
Þorskur 1.190 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 55 kg
Langlúra 36 kg
Sandkoli 12 kg
Samtals 8.759 kg

Skoða allar landanir »