Ágætis blíða var þegar nýjasti bátur Húsvíkinga, Sigrún Björk ÞH, lét úr höfn síðastliðinn sunnudag í sína fyrstu veiðiferð. Réri skipstjórinn Haukur Eiðsson út með Tjörnesi og er óhætt að segja að vel hafi fiskast á handfærin.
Haukur kom til hafnar að mánudagsmorgni með öll kör full. „Ég er búinn að fara einn færaróður og fékk 2,7 tonn af vænum þorski. Þetta var um tíu tíma róður. Þetta var bara gaman, fyrsti færaróðurinn hjá manni og gekk bara mjög vel,“ er haft eftir hann í Morgunblaðinu í dag.
Sigrún Björk ÞH var smíðuð af Víkingbátum í Reykjavík fyrir útgerðina Dodda ehf. sem Haukur rekur ásamt eiginkonu sinni Unni Sigurðardóttur. Um er að ræða bát af gerðinni Sómi 990 og er hann 9,9 metrar að lengd og 7,93 brúttótonn.
Báturinn kom til heimahafnar á Húsavík í fyrsta sinn 4. apríl síðastliðinn en hjónin eru vön útgerð og gerðu um árabil út línubeitningavélbát, síðast Karólínu ÞH sem seld var til Noregs um mitt síðasta ár. „Það er bara verið að hægja á sér, er búinn að vera 20 ár á línunni. Við höfum átt þrjá báta en við hjónin gerum bara út þennan bát núna.“
Borið hefur á óvenjustórum þorski innan 12 mílna í vetur á Austfjörðum og suður með landi. Spurður hvort hann hafi orðið var við slíkt fyrir norðan segir Haukur margt benda til þess að þorskurinn sé orðinn mun stærri en hann var.
„Ég hafði ekki farið á sjó í rúmt ár fyrr en núna, en á þessum 20 árum sem ég var á línunni fór meðalþyngdin úr þremur kílóum upp í fimm á þessum svæðum. Við byrjuðum 2003 og frá þeim tíma stækkaði fiskurinn um tvö kíló.“
Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |