Sigurður Bogi Sævarsson
Kostnaður við uppbyggingu á fiskeldisstöð First Water við Þorlákshöfn verður samanlagt liðlega 115 milljarðar króna og er þetta eitt stærsta verkefni á Íslandi sem einkaaðilar hafa nokkru sinni tekist á hendur.
Áætlanir gera ráð fyrir að þegar allt er í höfn verði samanlögð framleiðsla á laxi í stöðinni um 50 þúsund tonn. „Þessu verkefni er skipt í sex hluta og um 10% af því er lokið. Allt hefur gengið upp til þessa en það er mikið verkefni fram undan á næstu árum,“ segir Eggert Þór Kristófersson forstjóri First Water hf. í samtali við Morgunblaðið.
Fiskeldisstöð First Water er skammt vestan byggðar í Þorlákshöfn. Þegar á þær slóðir kemur sést strax að mikið er umleikis; byggingakranar og stórvirkar vinnuvélar nærri nýlegum byggingum.
Þetta er niðri við sjó, en stöðin sjálf stendur á hraunkambi. Þar undir er mikil auðlind; gnægð af vatni á 20 metra dýpi og enn neðar jarðsjór sem er dælt upp og í eldiskörin. Í fullbyggðri stöð verða eldiskerin á svæðinu alls 170. Í þau mun þurfa alls 30 þúsund sekúndulítra af rennandi sjó, úr 180 borholum sem nú eru teknar hver af annarri.
„Eftirspurn eftir afurðum af laxi er mikil um allan heim og í hraðari vexti en framleiðendur hafa mætt. Markaðurinn er nú um þrjár milljónir tonna á ári og hefur hann stækkað um 3-5% á ári frá aldamótum. Og þarna stígum við inn með okkar framleiðslu sem verður markaðssett til náttúrugæða. Auknar vinsældir sushi-rétta eiga stóran þátt í því hve lax er orðinn eftirsóttur. Ekki er fjarlægt að fiskeldi verði í einhverri framtíð stærri atvinnugrein en hefðbundinn sjávarútvegur samanber þumalputtareglu sem Þorsteinn Már Baldvinsson setti fram á ráðstefnu hjá SFS árið 2022 hvar hann talaði um einn lax og þorskana þrjá. Slíkt var þá tilvísun í að jafnmikið fæst fyrir einn fimm kílóa lax og þrjá jafnþunga þorska,“ segir Eggert Þór.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
20.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 298 kg |
Þorskur | 175 kg |
Karfi | 161 kg |
Ýsa | 52 kg |
Ufsi | 8 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 696 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
20.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 298 kg |
Þorskur | 175 kg |
Karfi | 161 kg |
Ýsa | 52 kg |
Ufsi | 8 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 696 kg |