„Lélegasta rallið sem ég tek þátt í“

Gylfi Gunnarsson útgerðarmaður í Grímsey hefur tekið þátt í þrettán …
Gylfi Gunnarsson útgerðarmaður í Grímsey hefur tekið þátt í þrettán netaröllum en segir þetta síðasta hafa verið það versta til þessa. mbl.is/Þorgeir

Leifur EA 888 kom til hafnar í Grímsey um hádegisbil í dag með aðeins 1.110 kíló eftir síðustu veiðiferð sem báturinn fer í tengslum við netarall Hafrannsóknastofnunar. Gylfi Gunnarsson, skipstjóri og útgerðarmaður, hefur að þessu netaralli meðtöldu tekið þátt í þrettán slíkum og segir veiðina hafa gengið verr nú en í nokkru öðru netaralli sem hann hefur tekið þátt í.

„Þetta er bara voða lélegt. Ég held ég sé búinn að fara í þrettán [röll] núna og þetta er það lélegasta. Við fengum svolítið inn í Eyjafirði og Miðfirði annars var þetta bara lélegt. Lítið af fiski og miklu meira af blönduðum fiski en verið hefur öll hin röllin,“ segir Gylfi

„Það var lítið um æti. Við sáum hvergi nokkur staðar loðnuvott, en sáum aðeins inn í Eyjafirði einhverja síldarkræðu. Annars er þetta bara mjög dautt, það er bara þannig,“ segir hann.

Gylfi segir smá basl hafi verið að takast á við veður en allt hafi gengið vel. „Þetta tafði okkur bara um einhverja tvo daga, ekki meira en það.“

Leifur EA-888 lauk þátttöku í netaralli Hafrannsóknastofnunar í dag.
Leifur EA-888 lauk þátttöku í netaralli Hafrannsóknastofnunar í dag. mbl.is/Þorgeir

Meðalafli vikunnar tæp þrjú tonn

Óhætt er að segja að veiðin hafi ekki verið svakaleg á þessum síðasta degi Leifs á netaralli, en báturinn fékk aðeins 1.110 kíló. Það er mikil breyting frá föstudegi fyrir viku þegar Leifur landaði yfir 20 tonn.

Frá og með mánudegi hefur báturinn landað fimm sinnum og þá mest 4.605 kílóum en minnst í dag. Meðalafli í löndun í þessari viku er 2.869 kíló.

Spurður hvort aflinn gefi tilefni til að hafa áhyggjur af framhaldinu svarar hann því neitandi. „Þetta er alltaf svona í þessu. Góður dagur í dag og vondur á morgun. En það hefur aldrei verið svona átulítið hérna. Þetta er lélegasta rallið sem ég tek þátt í á allan hátt. Hvort þetta segi manni eitthvað um framhaldið, ég er nú ekki viss um það.“

Vænn þorskur var í aflanum sem landað var föstudag 12. …
Vænn þorskur var í aflanum sem landað var föstudag 12. apríl á Akureyri. Aflinn hefur ekki verið eins góður í þessari viku. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.10.24 453,42 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.24 461,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.24 232,47 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.24 188,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.24 215,68 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.24 238,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 4.10.24 185,92 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.10.24 Aðalsteinn Jónsson SU 11 Flotvarpa
Kolmunni 2.185.810 kg
Samtals 2.185.810 kg
5.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 578 kg
Keila 354 kg
Steinbítur 127 kg
Ýsa 21 kg
Hlýri 15 kg
Karfi 12 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.113 kg
5.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 4.374 kg
Þorskur 3.798 kg
Steinbítur 442 kg
Langa 157 kg
Hlýri 157 kg
Skarkoli 90 kg
Karfi 9 kg
Samtals 9.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.10.24 453,42 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.24 461,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.24 232,47 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.24 188,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.24 215,68 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.24 238,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 4.10.24 185,92 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.10.24 Aðalsteinn Jónsson SU 11 Flotvarpa
Kolmunni 2.185.810 kg
Samtals 2.185.810 kg
5.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 578 kg
Keila 354 kg
Steinbítur 127 kg
Ýsa 21 kg
Hlýri 15 kg
Karfi 12 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.113 kg
5.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 4.374 kg
Þorskur 3.798 kg
Steinbítur 442 kg
Langa 157 kg
Hlýri 157 kg
Skarkoli 90 kg
Karfi 9 kg
Samtals 9.027 kg

Skoða allar landanir »