Telur tvískinnung í umræðu um hvalveiðar

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, segir margt mæla með því að …
Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, segir margt mæla með því að hvalveiðar verði leyfðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, kemur hvalveiðum til varnar í pistli á Facebok-síðu sinni og segir mikinn tvískinnung gæta í umræðunni. Bendir hann á að það sé margt sem tali fyrir því að slíkar veiðar verði stundaðar. Sú afstaða þýði þó ekki að honum sé ekki annt um hvali.

„Lotning mín fyrir þessum stórkostlegu verum er mikil og mér þykir vænt um hvali rétt eins og öll dýr jarðar. Ég er þó, rétt eins og hérumbil þrír fjórðu alls mannkyns, kjötæta – eða öllu heldur alæta. Ég reyni þó að halda einhverju heilbrigðu jafnvægi milli kjöts, grænmetis, kolvetna o.s.frv. í neyslu minni,“ skrifar hann.

„Ein röksemdarfærslan gegn hvalveiðum er sú að hvalir séu skyni gæddar skepnur og þar af leiðandi sé siðferðislega rangt að veiða þá. Það á reyndar við um flest ef ekki öll dýr jarðar. Þorskum finnst gott að láta klappa sér og kafari í Eyjafirði hefur laðað steinbít svo vel að sér að minnir á gæludýr heima í stofu; svo aðeins tvö dæmi séu nefnd. Þetta á meðal annars við um svín líka. Þau eru gjarnan sett í fimmta sæti yfir greindustu dýr jarðar á eftir kolkrabbanum, öpum, höfrungum og fílum, þótt vissulega sé erfitt að meta greind dýra eftir viðmiðum mannskepnunnar. Það er þó ágætis samfélagssátt um það að rækta svín til manneldis og ég er ekki með þessu að koma með áfellisdóm yfir neyslu svínakjöts enda tek ég þátt í því sjálfur.“

Ekki er víst að hvalveiðar verða stundaðar í sumar.
Ekki er víst að hvalveiðar verða stundaðar í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Betra fyrir plánetuna?

Þá segir Aríel hvalkjöt líklega mun umhverfisvænna en flest önnur kjötframleiðsla, en bent hefur verið á að hvalir binda töluvert kolefni á lífsskeiði sínu og er um að ræða einhver 33 tonn af koltvísýringi.

„Sami hvalur gefur af sér að jafnaði 30 tonn af kjöti sem ætti að vera nóg til að fæða alla 135 þúsund íbúa Reykjavíkur einu sinni. Samkvæmt norskri tölfræði eru 1,9 kg af CO2 sem losna í andrúmsloftið við framleiðslu af hverju kílói af beinlausu hvalkjöti. Það eru því 57 tonn af CO2 sem myndast í framleiðslu þessara 30 tonna beinlauss kjöts. Ef sami hópur (Reykvíkingar) hefðu neytt beinlauss nautakjöts í þessari máltíð væri losunin 3 milljónir tonna af CO2, eða ríflega fimmtíufalt meiri.“

Bendir hann á að framleiðsla á einu kílói af nautakjöti losar um 99,8 kíló af koltvísýringi á móti 27 kíló fyrir sama magn af rækju, 12 kíló fyrir sama magn af svínakjöti  og 4,5 kíló fyrir kíló af hrísgrjónum. Þá tekur hann einnig fram að ein ferð til Teneríf losar um 1.400 kíló af koltvísýringi.

„Ef við erum heiðarleg í umræðunni og ef okkur er raunverulega annt um að halda kolefnisspori okkar í skefjum þá er hvalkjöt umhverfisvænt kjöt.“

Vert er þó að geta þess að Hafrannsóknastofnun hefur sagt fátt benda til annars en að hvalir gegna veigalitlu hlutverki þegar kemur að kolefnisbindingu. Telur stofnunin mikla óvissu um hlutdeild sjávarspendýra í næringarefnabúskapi sjávar og þau ferli sem þar eru að baki eins og í tilfelli kolefnisbúskaps.

Sjálfærni og mannúðleg aflífun

Aríel segir augljóst að bæði veiðar og dýrarækt verði að taka mið af sjálfbærni og mannúðlegri aflífun.

„Það fyrrnefnda hefur verið uppfyllt því veiðar á langreyði síðustu ár hefur verið vel innan þessara marka samkvæmt öllum mælingum og rannsóknum. Heildarkvótinn hefur verið 161 langreyður á ári sem hefur engin áhrif á stofn sem telur um það bil 40 þúsund dýr hér við land.“

Hvað varðar aflífun hvala „þá hefur kapp verið lagt á að gera betur í aflífunarferlinu og stytta það eins og mögulegt er svo það sé eins mannúðlegt og hægt er. Þar má vissulega gera betur, rétt eins og við allar veiðar á villtum dýrum.“

Hann gefur lítið fyrir fullyrðingar um að hvalveiðar skaði ferðamannaiðnaðinn og vekur athygli á því að fjöldi ferðamanna sem leggja leið sína til Íslands hefur fjórfaldast frá því að hvalveiðar voru leyfðar 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.1.25 559,01 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.25 666,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.1.25 350,84 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.25 323,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.1.25 177,68 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.25 258,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.25 218,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 5.389 kg
Ýsa 414 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 5.809 kg
27.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.780 kg
Þorskur 127 kg
Hlýri 87 kg
Karfi 83 kg
Keila 21 kg
Samtals 3.098 kg
27.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.313 kg
Þorskur 1.183 kg
Samtals 2.496 kg
27.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 5.382 kg
Ýsa 1.400 kg
Langa 1.254 kg
Samtals 8.036 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.1.25 559,01 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.25 666,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.1.25 350,84 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.25 323,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.1.25 177,68 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.25 258,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.25 218,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 5.389 kg
Ýsa 414 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 5.809 kg
27.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.780 kg
Þorskur 127 kg
Hlýri 87 kg
Karfi 83 kg
Keila 21 kg
Samtals 3.098 kg
27.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.313 kg
Þorskur 1.183 kg
Samtals 2.496 kg
27.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 5.382 kg
Ýsa 1.400 kg
Langa 1.254 kg
Samtals 8.036 kg

Skoða allar landanir »