Heimila ofveiði á helmingi deilistofna

MEira en helmingur þeirra deilistofna sem Bretar úthluta kvóta í …
MEira en helmingur þeirra deilistofna sem Bretar úthluta kvóta í eru nýttir umfram ráðgjöf vísindamanna. AFP

Aflamark (kvóti) sem úthlutað er í deilistofnum sem Bretland stundar veiðar á er í 54% tilfella umfram vísindalega ráðgjöf. Varðar þetta stofna þar sem nýting er háð samningum við Evrópusambandið og Noreg.

Þetta er niðurstaða úttektar stofnunar brskra fyfirvalda fyrir umhverfis-, sjávarútvegs- og fiskeldisvísindi (Cefas).

Mat stofnunarinnar er að aðeins 46% af því aflamarki sem Bretland og önnur ríki hafa samið um fyrir árið 2024 eru innan ráðgjafar um verndum fiskistofna, að því er fram kemur í umfjöllun Independent. Um er að ræða aukningu frá árinu 2023 þegar aðeins 40% aflamarks var í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um viðmið fyrir sjálfbærar veiðar.

Veiðileyfi á allan hrygningarstofninn

Einn þeirra stofna sem samið hefur verið um veiðiheimildir umfram vísindalega ráðgjöf er þorskstofninn í Keltahafi þar sem Bretland og Evrópusambandið hafa komið sér saman um 644 tonna kvóta, en vísindamenn ráðleggja að engar veiðar verði stundaðar.

Athygli vekur að 644 tonna kvóta er álíka stór og hrygningarstofninn á svæðinu sem ICES telur vera 645 tonn.

„Það er algjörlega svívirðilegt að leyfa kvóta sem jafngildir hrygningarstofninum, sem er það sem þeir hafa gert í tilfelli þorsksins í Keltahafi,“ er haft eftir Charles Clover, einn stofnanda náttúruverndarsamtakanna Blue Marine Foundation. Samtökin telja kvótaúthlutunina ólöglega og hafa kært bresk stjórnvöld fyrir brot gegn fiskveiðilöggjöfinni sem var tekin upp vegna Brexit.

Viðskipti með fisk sem er ekki til

Síðasta haust hvöttu samtök evrópskra útgerða (Europêche) Evrópusambandið til að beita Noreg og Færeyjar viðskiptaþvinganir fyrir að halda áfram að úthluta aflamark í makríl langt umfram vísindalega ráðgjöf.

Þá var Noregur sakaður um að nýta útgáfu veiðiheimilda til að „prenta peninga“ í þeim skilningi að viljandi auka veiðiheimildir í makríl í þeim tilgangi að nota þær sem skiptimynt í viðræðum við Bretland um gagnkvæman aðgang að lögsögum hvors annars til að stunda makrílveiðar.

Síðasta sumar var samið um að norsk skip mættu veiða allt að 60% af aflaheimildum sínum í makríl innan breskrar lögsögu gegn því að bresk skip fá þrjú prósentustig af aflahlutdeild í makríl sem Norðmenn áskilja sér rétt á.

Enn hefur ekki tekist að semja um uppsjávarstofna á Norður-Atlantshafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.10.24 453,42 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.24 461,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.24 232,47 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.24 188,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.24 215,68 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.24 238,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 4.10.24 185,92 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.10.24 Aðalsteinn Jónsson SU 11 Flotvarpa
Kolmunni 2.185.810 kg
Samtals 2.185.810 kg
5.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 578 kg
Keila 354 kg
Steinbítur 127 kg
Ýsa 21 kg
Hlýri 15 kg
Karfi 12 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.113 kg
5.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 4.374 kg
Þorskur 3.798 kg
Steinbítur 442 kg
Langa 157 kg
Hlýri 157 kg
Skarkoli 90 kg
Karfi 9 kg
Samtals 9.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.10.24 453,42 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.24 461,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.24 232,47 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.24 188,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.24 215,68 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.24 238,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 4.10.24 185,92 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.10.24 Aðalsteinn Jónsson SU 11 Flotvarpa
Kolmunni 2.185.810 kg
Samtals 2.185.810 kg
5.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 578 kg
Keila 354 kg
Steinbítur 127 kg
Ýsa 21 kg
Hlýri 15 kg
Karfi 12 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.113 kg
5.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 4.374 kg
Þorskur 3.798 kg
Steinbítur 442 kg
Langa 157 kg
Hlýri 157 kg
Skarkoli 90 kg
Karfi 9 kg
Samtals 9.027 kg

Skoða allar landanir »