Banna mengandi búnað sem leyfður er á Íslandi

Flutningsakip mega brenna svartolíu nota þau vothreinsibúnað, en skolvatninu er …
Flutningsakip mega brenna svartolíu nota þau vothreinsibúnað, en skolvatninu er iðulega sturtað í sjóinn. Í Danmörku stendur til að banna búnaðinn sem leyfilegur er hér á landi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Breið póli­tísk samstaða hef­ur mynd­ast í Dan­mörku um bann við los­un á skolvatni úr út­blást­urs­hreinsi­búnaði (e. scrubber) í sjó inn­an land­helgi frá og með 1. júlí 2025. Niður­stöður rann­sókna sem fram­kvæmd­ar hafa verið á und­an­förn­um árum hafa bent til þess að skolvatnið valdi veru­legri meng­un, en notk­un búnaðar af þess­um toga var heim­ilaður hér á landi árið 2019, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag.

Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið fyr­ir­hugað bann í Dan­mörku hvatn­ingu til ís­lenskra stjórn­valda að taka notk­un búnaðar af þess­um toga við Íslands­strend­ur til end­ur­skoðunar.

Löngu þekkt­ur vandi

Marg­ar þjóðir hafa um nokk­urt skeið unnið að því að draga úr notk­un svartol­íu sem eldsneyti á skip með því að setja tak­mark­an­ir á eldsneyti sem inni­held­ur mik­inn brenni­stein. Hef­ur víða verið sett bann við notk­un á svartol­íu sem eldsneyti á skip, en þó með und­anþágu fyr­ir skip sem nýta hreins­un­ar­búnað.

Í fe­brú­ar 2020, aðeins tveim­ur mánuðum eft­ir að Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, þáver­andi um­hverf­is­ráðherra, heim­ilaði notk­un hreinsi­búnaðar­ins í reglu­gerð, greindi breska blaðið Guar­di­an frá því að í leyni­legri inn­an­hús­skýrslu Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar (IMO) væri vak­in at­hygli á mögu­legri hættu sem stafaði af opn­um vot­hreinsi­búnaði.

Nú síðast í októ­ber á síðasta ári fjallaði Morg­un­blaðið um mat vís­inda­manna við Chal­mers-tækni­há­skól­ann í Gauta­borg og telja þeir að um 90% af skaðleg­um efn­um í höfn­um í Evr­ópu, þar á meðal þrálát PAH-efni sem sögð eru valda krabba­meini, megi rekja til los­un­ar skolvatns úr hreinsi­búnaði skipa.

Innviðaráðuneytið var þá innt álits á þess­um niður­stöðum og sagði að gera mætti ráð fyr­ir að skolvatn væri losað í sjó um­hverf­is Ísland og að ráðuneytið fylgd­ist með því sem gerðist í mála­flokkn­um inn­an IMO og Evr­ópu­sam­bands­ins.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Loka