Strand skemmtiferðaskips kallar á erlenda aðstoð

Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna alvarlegs sjóatviks sem varð skammt frá Viðey í fyrra skömmu eftir að skemmtiferðaskipið með á fimmta þúsund manns innanborðs lagði úr höfn í Reykjavík kalli í sjálfu sér ekki nein viðbrögð að hálfu gæslunnar.

„Við erum alveg búin að vera meðviðuð um þessa stöðu í þó nokkur ár. Við erum með verklagsreglur og með landshlutabundnar áætlanir varðandi fjöldabjörgun sem reyndar miðar við heldur minni skip heldur en í þessu tilfelli,“ segir Auðunn við mbl.is.

Skipið sem um ræðir heitir Norwegian Prima og siglir undir flaggi Bahama. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að 50 hnúta vindur hafi gert það að verkum að stjórnendur skipsins misstu tímabundið stjórn á því.

Skipið rak yfir bauju og mesta mildi þykir að hún hafi ekki farið í skrúfur skipsins en ef slíkt hefði hent eru allar líkur á því að skiptið hefði misst frekari stjórn. Í framhaldinu rak skipið áfram og fór innan við tíu metra frá grynningum við Viðey þar sem sjávardýpt er einungis 0,4 metrar ef miðað er við stórstraumsfjöru.

Skemmtiferðaskipið Norwegian Prima.
Skemmtiferðaskipið Norwegian Prima.

Auðunn segir að byggt hafi verið upp gott samstarf við útgerðir og þá sérstaklega hjá minni skemmtiferðaskipum. Hann segir að það hafi farið fram margar æfingar, bæði skriflegar og verklegar.

Mun koma upp aftur

„Í mars síðastliðinn vorum við með vinnustofur og skriflega æfingu með útgerðum skemmtiferðaskipa þar sem var farið nákvæmlega yfir þetta. Við erum því alveg á tánum og þetta atvik í fyrra er eitthvað sem við vitum að getur gerst og mun koma upp aftur,“ segir Auðunn.

Er viðbragðsgeta íslenskra viðbragðsaðila næg til að ráða við að skemmtiferðaskip af þessari stærð strandi?

„Nei hún er það ekki. Það er ekkert ríki sem býr yfir getu til að geta leyst svona mál bara einn, tveir og þrír. Við erum með öflug varðskip og dráttarskip og þau ráða við að draga öll þessi skip sem eru á ferðinni í kringum landið,“ segir Auðunn.

Hann segir að áætlanir Landhelgisgæslunnar gangi út á að reyna að koma vélarvana skipum eða þeim sem lenda í óhöppum í örugga höfn án þess að það þurfi að rýma þau.

Verðum að fá erlenda aðstoð

„Að rýma svona skip er mikið verkefni sem reynir á alla innviði og erlenda aðstoð sem við verðum að fá. Okkar áætlanir miða við að geta tórað og gert það sem við getum þar til aðstoð berst. Við erum með allar tengingar. Við vitum við hverja við eigum að tala, vitum hvað skipin eru lengi á leiðinni og við höfum æft með þeim aðilum sem koma til með að hjálpa okkur. Það tekur erlenda björgunaraðila að koma með skip til aðstoðar þrjá til fjóra sólarhringa í það minnsta.“

Auðunn segir að rýming á svona skipi sé ekki þyrluverkefni enda tæki það allt of langan tíma. Hann segir að fólk þurfi að yfirgefa skipið í björgunarbáta og um borð í varðskip eða nálæg skip.

Ef skip af þessari stærðargráðu strandar á Viðaeyjarsundi, er líklegt að hægt sé að koma öllum farþegum til bjargar ef skipið fer að sökkva/fer á hliðina?

„Svo framarlega sem fólk kæmist heilt út úr skipinu væri það viðráðanlegt á Viðeyjarsundi enda staðsetningin sú besta heimi. En ef þetta myndi gerast á Hornströndum, út að Austfjörðum eða Norðurlandi þá yrði það mikil áskorun. Við erum ágætlega í stakk búin miðað við stærð þjóðarinnar að eiga við þetta.“

Myndum gjarnan vilja hafa bæði skipin í rekstri

Auðunn segir áhyggjuefnið sé viðbragðstíminn þar sem á sumrin sé Landhelgisgæslan aðeins með eitt varðskip til taks hverju sinni og það geti tekið einn og hálfan sólarhring að komast á vettvang slysa innan landhelginnar.

„Við myndum svo gjarnan vilja hafa bæði skipin okkar í rekstri yfir allt sumarið en það er bara ekki staðan eins og er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.449 kg
Þorskur 919 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.375 kg
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Ýsa 577 kg
Skarkoli 303 kg
Þorskur 97 kg
Sandkoli 12 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.007 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.449 kg
Þorskur 919 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.375 kg
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Ýsa 577 kg
Skarkoli 303 kg
Þorskur 97 kg
Sandkoli 12 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.007 kg

Skoða allar landanir »