Mikilvægt að endurskoða leyfi til lagareldis

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir mikilvægt að skoða hvort hægt sé að tryggja sömu umhverfiskröfur með tímabundnu leyfi til lagareldis.

Þetta var meðal þess sem fram kom í svari Guðmundar við spurningum Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag. 

Spurði Jóhann ráðherrann hvort hann væri hlynntur því að fyrirtækjum væri veitt varanleg yfirráð yfir sameiginlegum auðlindum Íslendinga. Hvers vegna málið kæmi fyrir Alþingi í þessari mynd og hvort um væri að ræða sérstakt áherslumál Vinstri grænna, enda farið um hendur þriggja ráðherra Vinstri grænna. 

Undirstrikar mikilvægi þess að koma böndum á sjókvíeldi 

Áður en Guðmundur svaraði spurningum Jóhanns sagði hann sjókvíeldi hafa vaxið allt of hratt við Ísland án þess að lagarammi eða eftirlit fylgdi með og því undirstrikaði hann mikilvægi þess að böndum yrði komið á sjókvíeldi í landinu.

Þá sagði hann í frumvarpi til laga um lagareldi, sem unnið hefur verið undir stjórn ráðherra Vinstri grænna, væru tekin mörg framfara skref. Sem dæmi væri verið að lögfesta friðunarsvæði gegn sjókvíeldi, verið að koma á sérstökum smit- og varnarsvæðum, það væri verið að beita sektum vegna storks og margt fleira. 

Auðveldara að beita ströngustu viðurlögum ef leyfið er ótímabundið

Hvað spurningar Jóhanns varðar svaraði Guðmundur því til að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefði lýsti því yfir að hún væri tilbúin til að skoða það með nefndinni að gera breytingar á frumvarpinu. 

Þá sagðist hann skilja það sem svo að við smíði frumvarpsins hefði matvælaráðuneytið tekið fyrir sjónarmið bæði um tímabundin og ótímabundin leyfi. Það hafi komið til ítarlegrar skoðunar og sérstaklega í samhengi við möguleikann á því að geta beitt sem ströngustum viðurlögum við brotum á lögunum, þar með talið leyfissviptingu. Það sé auðveldara ef um ótímabundin leyfi sé að ræða. 

Skilur áhyggjur þingmanna 

„Þetta er lögfræði og ráðuneytið ákvað að fara eftir þessum ráðleggingum,“ sagði Guðmundur áður en hann kvaðst skilja áhyggjur Jóhanns og margra annarra þingmanna enda hefði hann verið fylgjandi tímabundnu leyfi. 

Því sagði Guðmundur mikilvægt að skoða það vandlega hvort hægt væri að tryggja sömu umhverfiskröfur með tímabundnu leiðinni eins og talið er að hægt sé að gera með þeirri ótímabundnu. 

„Með fullri virðingu þá er þetta auðvitað alger hundalógík að halda því fram að ótímabundinn leyfi séu einhvers konar forsenda þess að það sé með góðu móti hægt að beita viðurlögum. Að það sé með einhverjum hætti íþyngjandi í sjálfu sér,“ sagði Jóhann því næst á sama tíma og hann fagnaði því að Guðmundur Ingi væri reiðubúinn að skoða það að leyfin yrðu frekar tímabundin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »