Ekki líkur á miklum makríl í lögsögunni í sumar

Venur NS á makríl sumarið 2023. Spennandi verður að sjá …
Venur NS á makríl sumarið 2023. Spennandi verður að sjá hvort makríllinn sjáist í íslenskri lögsögu í sumar, en ekki er talið lílegt að það verði í miklu magni. mbl.is/Börkur Kjartansson

Mjög ólík­legt er að mak­ríll mun sjást upp með öllu land­inu í sum­ar eins og árið 2014. Jafn­framt er ekki lík­legt að hann verði áber­andi í miklu magni á Íslands­miðum.

Þetta sagði Anna Heiða Ólafs­dótt­ir, fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, á mál­stofu í húsa­kynn­um stofn­un­ar­inn­ar sem hald­in var í dag. Vísaði hún meðal ann­ars til sam­drátt­ar í stofn­stærðinni.

Tók hún þó fram að það sé ómögu­legt á grund­velli nú­ver­andi þekk­ingu að spá fyr­ir með vissu hvort mak­ríll­inn mun sjást á Íslands­miðum í sum­ar.

Í er­indi sínu fór Anna Heiða yfir niður­stöður fleiri mis­mun­andi rann­sókna á mak­ríln­um og geta fjöl­marg­ar ólík­ar breyt­ur haft áhrif á göng­ur mak­ríls­ins. Hafa göng­ur mak­ríls­ins verið óút­skýrðar um nokk­urt skeið en ljóst þykir að ein­ung­is hita­stig og fram­boð af ætu virðist ekki vera nóg til að út­skýra hvert fisk­ur­inn leit­ar.

Mak­ríll­inn vill helst halda sér í sjó sem er á bil­inu átta til þrett­án stig og er vitað að stærri fisk­ur hafi getu til að ganga lengra og þola kald­ari sjó að sögn Önnu Heiðu. Kann því stofn­stærðin að hafa áhrif á út­breiðslu teg­und­ar­inn­ar því um­hverf­is Ísland er sjór oft á mörk­um þess að vera of kald­ur fyr­ir mak­ríl­inn.

Mak­ríl­stofn­inn hef­ur minnkað mikið sam­kvæmt niður­stöðum vís­inda­manna, en vegna skort á samn­ing­um milli strand­ríkja hef­ur veiði verið á bil­inu 9-86% um­fram ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) á hverju ári frá 2010.

Breytt hrygn­ing­ar­svæði

Þá benda rann­sókn­ir til þess að hrygn­ing­ar­svæði mak­ríls­ins hafi stækkað til norðurs aðallega vegna hækk­andi hita­stigs í Nor­egs­hafi.

Anna Heiða sagði það geta haft þau áhrif að stofn­inn leiti frek­ar með haf­straum­um upp með Nor­egi á fæðugöngu að lok­inni hrygn­ingu í stað þess að leita vest­ur, enda er það styttra að sækja í fæðuna þá leið.

Stofn­stærðin sem og breyt­ing­ar í hrygn­ing­ar­svæði mak­ríls­ins gæti því dregið úr lík­um á því að hann gangi til vest­urs inn í ís­lenska lög­sögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »