Miklar aðgerðir eftir að 14 þúsund laxar sluppu

Mikill fjöldi stórra laxa sluppu úr sjókví á eldissvæði Lerøy …
Mikill fjöldi stórra laxa sluppu úr sjókví á eldissvæði Lerøy í Reitholmen. Gat á sjókví félagsins uppgötvaðist á sunnudag. Ljósmynd/Mattilsynet

Norska laxeldisfyrirtækið Lerøy Seafood Group áætlar að um 14 þúsund laxar yfir sjö kíló að stærð hafi sloppið úr sjókvíum dótturfélagsins Lerøy Midt í Reitholmen í Fillfirði. Eldissvæðið var eitt þeirra þar sem fannst óvenju mikið af dauðum fiski á síðasta ári.

Í fréttatilkynningu greinir Lerøy frá því að fimmta maí síðastliðinn hafi fundist gat á sjókví félagsins. Til stóð að hefja slátrun þegar gatið uppgötvaðist, að því er fram kemur í umfjöllun Intrafish.

„Við biðjumst afsökunar á atvikinu. Þetta á ekki að gerast. Við höfum framtíðarsýn um núll slysasleppingar og tökum þessu mjög alvarlega. Lerøy hefur sinn eigin umhverfis- og öryggishóp sem hefur nú hafið vinnu við að finna orsakir sleppingarinnar. Forgangsverkefni okkar núna er að takmarka umfang tjónsins og læra af atvikinu til að forðast slysasleppingu í framtíðinni,“ segir Harald Larssen, framkvæmdastjóri Lerøy Midt, í fréttatilkynningunni.

Hann segir gripið hafi verið til aðgerða til að ná að veiða laxinn sem slapp og eru aðgerðir framkvæmdar í samráði við yfirvöld.

Virkjuðu viðbragðáætlun

Larsen upplýsir að viðbragðsáætlun félagsins hafi um leið verið virkjuð og rúmlega 1.500 metrum af netum voru sett út að kvöldi 5. maí og nokkur þúsund metrar af netum voru sett út í gær. Þá verða enn fleiri net sett út í dag. Hann segir eiga sér stað viðræður við yfirvöld um hvaða fleiri aðgerða ber að grípa til.

Óskað hefur verið eftir aðstoð sjómanna og útgerða á svæðinu við að ná laxinum.

Lerøy sætti mikilli gagnrýni á síðasta ári eftir að upplýst var að fyrirtækið hefði ekki greint frá umtalsverðum laxadauða í sjókvíum félagsins á fleiri eldissvæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.12.24 551,60 kr/kg
Þorskur, slægður 4.12.24 562,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.12.24 369,86 kr/kg
Ýsa, slægð 4.12.24 334,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.12.24 210,59 kr/kg
Ufsi, slægður 4.12.24 279,28 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 4.12.24 218,38 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.12.24 20,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.399 kg
Þorskur 1.298 kg
Hlýri 141 kg
Steinbítur 10 kg
Karfi 8 kg
Samtals 2.856 kg
4.12.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 5.655 kg
Þorskur 4.557 kg
Hlýri 35 kg
Keila 13 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.264 kg
4.12.24 Sæbjörg EA 184 Dragnót
Ýsa 3.433 kg
Þorskur 755 kg
Langlúra 36 kg
Hlýri 11 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 4.242 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.12.24 551,60 kr/kg
Þorskur, slægður 4.12.24 562,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.12.24 369,86 kr/kg
Ýsa, slægð 4.12.24 334,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.12.24 210,59 kr/kg
Ufsi, slægður 4.12.24 279,28 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 4.12.24 218,38 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.12.24 20,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.399 kg
Þorskur 1.298 kg
Hlýri 141 kg
Steinbítur 10 kg
Karfi 8 kg
Samtals 2.856 kg
4.12.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 5.655 kg
Þorskur 4.557 kg
Hlýri 35 kg
Keila 13 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.264 kg
4.12.24 Sæbjörg EA 184 Dragnót
Ýsa 3.433 kg
Þorskur 755 kg
Langlúra 36 kg
Hlýri 11 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 4.242 kg

Skoða allar landanir »