Strokulaxinn alvarlega sýktur

Fjórtán þúsund laxar sluppu úr sjókví Lerøy í Þrændalögum í …
Fjórtán þúsund laxar sluppu úr sjókví Lerøy í Þrændalögum í Noregi. Greinst hafa tveir alvarlegir smitsjúkdómar á eldissvæðinu þaðan sem laxarnir sluppu. Ljósmynd/Lerøy

Tveir alvarlegir sjúkdómar hafa verið staðfestir meðal laxfiska í sjókvíum á eldissvæði Lerøy Seafood Group í Reitholmen í Noregi þar sem fjórtán þúsund stórir laxar sluppu.

Gat uppgötvaðist á sjókví dótturfélagsins Lerøy Midt sunnudagskvöld, en í ljós hefur komið í kjölfarið að lax á þessu svæði hafi bæði verið smitaður af nýrnasjúkdómnum BKD (e. Bacterial Kidney Disease) og brissjúkdómnum SPDV (e. Salmon pancreas disease virus).

„Það er rétt að það er búið að greina þessa tvo sjúkdóma á þessu svæði,“ segir Harald Larsen, framkvæmdastjóri Lerøy Midt, í samtali við viðskiptafréttasíðu Dagbladet, Børsen.

Norska matvælastofnunin, Mattilsynet, hefur tekið stjórn á eldissvæðinu Reitholmen vegna smitsjúkdómanna. Þetta felur í sér strangar öryggisreglur til að tryggja lífríkið og hefur meðal annars áhrif á hvernig smitaður fiskur er fluttur og meðhöndlaður.

„Við lítum alvarlegum augum á málið og reynum að bregðast við með því að ná eins mörgum fiskum og við getum,“ segir Larsen, en fyrirtækið hefur sett út fleiri þúsund metra af netum í sjó til að ná laxinum.

Ógni seiðum villta laxins

Haft er eftir Are Nylund, prófessor í fiskisjúkdómum við Háskólann í Bergen, að um er að ræða alvarlega sjúkdóma sérstaklega í tilfelli BKD.

„Þetta er baktería sem við viljum helst ekki hafa í Noregi,“ segir hann og bendir á að mikilvægir villtir laxastofnar í Þrændalögum sækja í árnar Orkla, Gaula og Namsen sem eru ekki langt frá eldissvæðinu.

Laxinn sem slapp úr kvíunum var að meðalatali rúmlega sjö kíló og vegna stærðarinnar reiknar Nylund með því að laxinn mun sækja í ár, sem hann segir auka smithættu.

„Við vitum að BKD getur aukið dauðatíðni meðal seiða, þannig að þetta er alvarlegt. Öll tilvik þar sem lax sleppur eru alvarleg, en þetta er sérstaklega alvarlegt með tilliti til þess að hann er smitaður með sjúkdómi sem getur smitað seiði. Við viljum hvorki sjá BKD eða SPDV meðal villtra fiska,“ segir Nylund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »