„Þetta er metnaðarfullt frumvarp“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra kynnti lagareldisfrumvarpið á opnum fundi í …
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra kynnti lagareldisfrumvarpið á opnum fundi í dag. Sagði hún frumvarpið metnaðarfullt og ganag mun lengra en gerist í öðrum ríkjum. mbl.is/Arnþór

„Þetta er metnaðarfullt frumvarp sem snýst fyrst og fremst um að gera umhverfinu og náttúruvernd hærra undir höfði þegar kemur að hagnýtingu náttúruauðlinda og þeirra ytri áhrifa sem af því hljótast,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra um lagareldisfrumvarpið á kynningarfundi á Hilton í dag.

Frumvarpið er afrakstur langrar stefnumótunarvinnu og sagði Bjarkey að lagt hafi verið upp með að lagareldi „byggi á skýrum viðmiðum um sjálfbæra nýtingu, vistkerfisnálgunar og varúðar. Þá var lögð áhersla á aukið eftirlit, vöktun og rannsóknir á framleiðslunni og að hún standist ýtrustu kröfur til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið. Það er í mínum huga grunnforsendur fyrir viðfangi greinarinnar.“

Fullyrti hún að í frumvarpinu sé gengið mun lengra en gert hefur verið í þeim ríkjum sem Ísland er oftast borið saman við og eru framarlega í fiskeldi, eins og Noregur og Færeyjar. „Við erum líka að læra af þeim og nýta það sem vel hefur reynst. Þau búa að fleiri áratuga hefð í sjókvíaeldi.“

Sjöldi gesta mættu á kynninguna í dag.
Sjöldi gesta mættu á kynninguna í dag. mbl.is/Arnþór

Friða flesta firði

Þá sé stefnt að því að friða megin þorra fjarða á Íslandi fyrir eldi. „Það tryggir að eldi verður aðeins í þeim fjörðum sem burðarþolsmat hefur farið fram og þar sem starfsemin fer að mestu fram í dag. Við ætlum líka að bæta burðarþolsmatið og vöktun. Við viljum vita hvað er að gerast í fjörðunum okkar með tilliti til lífræns álags, fóðurleyfa og úrgangs, en sömuleiðis með ólífrænu álagi eins og plastmengun og koparmengun frá ásetuvörnum.“

Með frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að breytingar verði gerðaar á áhættumati erfðablöndunar í þágu villtra laxastofna. „Við ætlum einning að taka af allan vafa um að strok eldisfiska sé óheimil. Við ætlum að gera afföll refsiverð, fyrst þjóða, í því felst að drepist meira en 20% af eldisfiski í sjókvíum leiðir það til skerðinga á því magni sem má rækta. Sama gildir um lúsasmit sem getur leitt til skerðinga á því magni sem viðkomandi má rækta. […] Brot á ákvæðum frumvarpsins getur leitt til þess að viðkomandi missi leyfi sitt.“

Mikilvægt að halda viðurlögum

Frumvarpið hefur verið gagnrýnt fyrir að veita eldisfyrirtækjum ótímabundin rekstrarleyfi í íslenskum fjöðrum, en Bjarkey útskýrði að hugmyndir um ótímabundin leyfi væri jafnað út með því að veita ríkari heimildir til afturköllunar á leyfum.

Kvaðst hún hafa tekið mark á þeirri gagnrýni sem þessi aðferð hefur sætt.

„Ég hef skilning á því og tel nauðsynlegt að bregðast við og er atvinnuveganefnd með málið til umfjöllunar og tillögur þar að lútandi. […] Verði sú leið farin að tímabundin rekstrarleyfi er mikilvægt að tryggt verði að markmið frumvarpsins náist og náttúran njóti ávallt vafans, s.s. að við getum beitt jafn ítarlegum viðurlögum eins og við teljum þörf á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »