868 seiði sluppu úr eldisstöð í Öxarfirði

Seiði úr eldisstöðinni sluppu í settjörn stöðvarinnar. Seiðin voru ekki …
Seiði úr eldisstöðinni sluppu í settjörn stöðvarinnar. Seiðin voru ekki sjóhæf er þau sluppu 6. maí síðastliðinn. Ljósmynd/Samherji

Alls hafa fund­ist 868 seiði úr eld­is­stöð Sam­herja fisk­eld­is að Núps­mýri í Öxarf­irði í sett­jörn eld­is­stöðvar­inn­ar. Ekki er ljóst hve mörg seiði sluppu úr stöðinni, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Mat­væla­stofn­un­ar.

Sam­herji fisk­eldi seg­ir í til­kynn­ingu vegna máls­ins að um „óveru­legt magn seiða var að ræða og er unnið að end­ur­heimt þeirra úr sett­jörn í sam­ráði við Mat­væla­stofn­un. Sam­hliða hef­ur verið unnið að or­saka­grein­ingu og úr­bóta­áætl­un er þegar kom­in í fram­kvæmd.“

Seiðin voru ekki sjógöngu­hæf en Mat­væla­stofn­un tel­ur þau hafa geta orðið það í tjörn­inni og ekki sé hægt að úti­loka að þau geti ratað þaðan í sjó.

Sam­herji fisk­eldi hef­ur unnið að end­ur­heimt fiska úr sett­jörn og ná­kvæm­ari taln­ingu til þess að meta um­fang stroks­ins.

Sleppi­varn­ir ekki virkað sem skyldi

„Þann 6. maí síðastliðinn upp­götvaðist að seiði í eld­is­stöð Sam­herja fisk­eld­is að Núps­mýri í Öxarf­irði höfðu borist úr einni af eldisein­ing­um seiðastöðvar yfir í sett­jörn stöðvar­inn­ar. Seiðin sem um ræðir voru ekki sjógöngu­hæf. Sam­herji til­kynnti sam­dæg­urs um mögu­lega slysaslepp­ingu til viðeig­andi aðila, ásamt því að efld­ar voru varn­ir í frá­rennsli úr sett­jörn í viðtaka,“ seg­ir í til­kynn­ingu Sam­herja.

Þar er greint frá því að við fyrstu at­hug­un virðist kerf­is­bil­un í nýju eldis­kerfi seiðastöðvar hafa valdið því að seiði soguðust í frá­rennsliskassa á eldiskeri og út um frá­rennsl­is­rör, yfir í milli­brunn og þaðan í sett­jörn.

Á þrem­ur stöðum í frá­rennslis­kerfi seiðastöðvar­inn­ar eru sleppi­varn­ir og er það á hverri eldisein­ingu, milli­brunni og sett­jörn. „Sleppi­varn­ir á frá­rennsliskassa og milli­brunni virðast ekki hafa virkað sem skyldi en þær hafa þegar verið yf­ir­farn­ar og efld­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu fé­lags­ins.

„Sam­herji fisk­eldi hef­ur stundað land­eldi í 25 ár án slíkra óhappa. Fé­lagið vinn­ur eft­ir ströng­um verklags­regl­um og gæðastöðlum og legg­ur ríka áherslu á að stunda land­eldi á sjálf­bær­an og ör­ugg­an hátt. Sam­herji fisk­eldi harm­ar at­vikið en strax var haf­ist handa við að rann­saka or­sak­ir og hefja mögu­leg­ar úr­bæt­ur til að fyr­ir­byggja að slíkt end­ur­taki sig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.2.25 574,17 kr/kg
Þorskur, slægður 24.2.25 644,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.2.25 312,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.2.25 352,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.2.25 255,70 kr/kg
Ufsi, slægður 24.2.25 271,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 24.2.25 223,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.2.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 376 kg
Þorskur 296 kg
Steinbítur 280 kg
Langa 17 kg
Karfi 14 kg
Keila 10 kg
Samtals 993 kg
24.2.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 11.713 kg
Samtals 11.713 kg
24.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 445 kg
Þorskur 401 kg
Steinbítur 214 kg
Langa 7 kg
Keila 5 kg
Samtals 1.072 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.2.25 574,17 kr/kg
Þorskur, slægður 24.2.25 644,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.2.25 312,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.2.25 352,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.2.25 255,70 kr/kg
Ufsi, slægður 24.2.25 271,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 24.2.25 223,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.2.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 376 kg
Þorskur 296 kg
Steinbítur 280 kg
Langa 17 kg
Karfi 14 kg
Keila 10 kg
Samtals 993 kg
24.2.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 11.713 kg
Samtals 11.713 kg
24.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 445 kg
Þorskur 401 kg
Steinbítur 214 kg
Langa 7 kg
Keila 5 kg
Samtals 1.072 kg

Skoða allar landanir »