Útgerðir í kauphöll 31 milljarði minna virði

Landað úr togara Síldarvinnslunnar, Gullver NS, á Seyðisfirði. Gengi hlutabréfa …
Landað úr togara Síldarvinnslunnar, Gullver NS, á Seyðisfirði. Gengi hlutabréfa félagsins hefur lækkað um tæp 10% frá áramótum. Ljósmynd/Ómar Bogason

Markaðsvirði útgerða sem skráðar eru í kauphöllinni hefur minnkað um rúmlega 31 milljarð frá áramótum til lokun markaða föstudags 10. maí. Munar þar mestu um Síldarvinnslunnar en gengi hlutabréfa fyrirtækisins hefur lækkað um 9,8% á tímabilinu og hefur markaðsvirði félagsins þannig lækkað um 18,4 milljarða króna.

Þá hefur gengi bréfa Brims lækkað næst mest á tímabilinu eða 5,4% en á eftir fylgir Ísfélagið með 3,1% lægra gengi hlutabréfa sinna. Gengi bréfa Iceland Seafood hafa sveiflast nokkuð frá áramótum en var á föstudag hið sama og í upphafi árs.

Erfitt er að greina með vissu hvað veldur því að gengi hlutabréfanna hefur lækkað, en einhverjar líkur eru á að loðnubrestur hafi haft nokkur áhrif þar sem það hafi bein áhrif á afkomu Síldarvinnslunnar, Brims og Ísfélagsins. Einnig hefur verið töluverð óvissa tengt rekstri Vísis, dótturfélags Síldarvinnslunnar í Grindavík, vegna jarðhræringa og eldgoss.

Sveiflast nokkuð

Hlutabréf allra félaga hefur sveiflast frá áramótum. Var gengi bréfa Síldarvinnslunnar í upphafi árs 102 krónur á hlut en náði hámarki 19. janúar þegar það fór í 109 krónur en var í lok síðustu viku komið í 92 krónur. Svipaða sögu er að segja af bréfum Brims sem hófu árið á 82,2 krónum á hlut og náðu hæst 86,6 krónum 19. janúar en tóku svo að lækka og stóðu í 77,8 krónum á föstudag.

Bréf Ísfélagsins hófu árið á 160 krónum en komust upp í 165 krónur 5. janúar en voru við lok síðustu viku komin í 155 krónur.

Vert er að geta þess að staðan á mörkuðum eins og hún var í hádeginu í dag hafði gengi bréfa Brims lækkað um eitt prósent í 77 krónur á hlut og bréf Ísfélagsins hafa hækkað um 0,33% í 155,5 krónur. Önnur félög hafa staðið í stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »