Mannbjörg þegar strandveiðibátur sökk

Frá björgunaraðgerðunum í nótt.
Frá björgunaraðgerðunum í nótt. Ljósmynd/Áhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga á þriðja tímanum í nótt. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra annars strandveiðibáts klukkan 2.42 þess efnis að bátur í grenndinni væri að sökkva um sex sjómílur norðvestur af Garðskagavita.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út á hæsta forgangi ásamt sjóbjörgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum. Þá voru nálæg fiskiskip og bátar beðin um að halda á staðinn, að því er segir í tilkynningu.

Ljósmynd/Áhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein

Skömmu eftir að neyðarkallið barst Gæslunni hafði tilkynnandi aftur samband og sagði varðstjórum í stjórnstöð að hann væri búinn að bjarga manninum úr sjónum en bátsverjanum tókst að komast í björgunargalla áður en bátur hans sökk.

Maðurinn var kaldur eftir veruna í sjónum og var ákveðið að sjúkrabíll biði hans á bryggjunni í Sandgerði. Sá sem bjargaði manninum sigldi með hann þangað. Báturinn marar í hálfu kafi og munu sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar freista þess að draga hann til hafnar.

Ljósmynd/Áhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein

„Landhelgisgæslan vill koma á framfæri sérstökum þökkum til skipstjóra strandveiðibátsins sem sýndi mikið snarræði við björgun mannsins og einnig til annarra viðbragðaðila sem brugðust við með skjótum og fumlausum hætti,” segir í tilkynningunni.

Uppfært kl. 6.28:

Að sögn varðstjóra hjá Landhelgisgæslunni er innan við klukkutími þangað til báturinn verður kominn til hafnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.24 398,89 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.24 352,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.24 352,11 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.24 154,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.24 161,27 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.24 214,63 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 17.7.24 262,52 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.773 kg
Þorskur 876 kg
Steinbítur 273 kg
Skarkoli 28 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.955 kg
17.7.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Ýsa 5.054 kg
Þorskur 3.492 kg
Skarkoli 1.236 kg
Skrápflúra 192 kg
Steinbítur 27 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 10.019 kg
17.7.24 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 129 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 139 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.24 398,89 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.24 352,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.24 352,11 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.24 154,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.24 161,27 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.24 214,63 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 17.7.24 262,52 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.773 kg
Þorskur 876 kg
Steinbítur 273 kg
Skarkoli 28 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.955 kg
17.7.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Ýsa 5.054 kg
Þorskur 3.492 kg
Skarkoli 1.236 kg
Skrápflúra 192 kg
Steinbítur 27 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 10.019 kg
17.7.24 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 129 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 139 kg

Skoða allar landanir »