Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga á þriðja tímanum í nótt. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra annars strandveiðibáts klukkan 2.42 þess efnis að bátur í grenndinni væri að sökkva um sex sjómílur norðvestur af Garðskagavita.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út á hæsta forgangi ásamt sjóbjörgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum. Þá voru nálæg fiskiskip og bátar beðin um að halda á staðinn, að því er segir í tilkynningu.
Skömmu eftir að neyðarkallið barst Gæslunni hafði tilkynnandi aftur samband og sagði varðstjórum í stjórnstöð að hann væri búinn að bjarga manninum úr sjónum en bátsverjanum tókst að komast í björgunargalla áður en bátur hans sökk.
Maðurinn var kaldur eftir veruna í sjónum og var ákveðið að sjúkrabíll biði hans á bryggjunni í Sandgerði. Sá sem bjargaði manninum sigldi með hann þangað. Báturinn marar í hálfu kafi og munu sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar freista þess að draga hann til hafnar.
„Landhelgisgæslan vill koma á framfæri sérstökum þökkum til skipstjóra strandveiðibátsins sem sýndi mikið snarræði við björgun mannsins og einnig til annarra viðbragðaðila sem brugðust við með skjótum og fumlausum hætti,” segir í tilkynningunni.
Uppfært kl. 6.28:
Að sögn varðstjóra hjá Landhelgisgæslunni er innan við klukkutími þangað til báturinn verður kominn til hafnar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,64 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
22.11.24 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 374 kg |
Ýsa | 24 kg |
Karfi | 20 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Ufsi | 4 kg |
Hlýri | 4 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 440 kg |
21.11.24 Kvika SH 23 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.107 kg |
Þorskur | 105 kg |
Steinbítur | 48 kg |
Langa | 31 kg |
Keila | 8 kg |
Sandkoli | 4 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 3.306 kg |
21.11.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 6.267 kg |
Ýsa | 4.110 kg |
Keila | 24 kg |
Samtals | 10.401 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,64 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
22.11.24 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 374 kg |
Ýsa | 24 kg |
Karfi | 20 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Ufsi | 4 kg |
Hlýri | 4 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 440 kg |
21.11.24 Kvika SH 23 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.107 kg |
Þorskur | 105 kg |
Steinbítur | 48 kg |
Langa | 31 kg |
Keila | 8 kg |
Sandkoli | 4 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 3.306 kg |
21.11.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 6.267 kg |
Ýsa | 4.110 kg |
Keila | 24 kg |
Samtals | 10.401 kg |