Rannsaka hvort flutningaskip tengist því að bátnum hvolfdi

Strandveiðiskipið sökk norðvestur af Garðskaga á þriðja tímanum í nótt.
Strandveiðiskipið sökk norðvestur af Garðskaga á þriðja tímanum í nótt. Ljósmynd/Áhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar hvort erlenda flutningaskipið Longdawn, sem var á sömu slóðum og strandveiðibátur sem hvolfdi í nótt, tengist því að bátnum hvolfdi. 

Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is. 

Landhelgisgæslan hefur beint flutningaskipinu til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem skýrsla verður tekin af skipstjóra skipsins vegna rannsóknarinnar. 

„Það er verið að skoða hvort það kunni að tengjast því að þessum strandveiðibát hafi hvolft,“ segir Ásgeir. 

Rannsókn málsins í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum 

Strandveiðibáturinn sökk norðvestur af Garðskaga á þriðja tímanum í nótt og var þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar þegar í stað kölluð út á hæsta for­gangi ásamt sjó­björg­un­ar­sveit­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Suður­nesj­um, auk þess sem nálæg fiskiskip og bátar voru beðin að halda á staðinn. 

Einn var um borð í bátnum og var honum bjargað um borð í nálægan bát sem sigldi með manninn, sem er á áttræðisaldri, til hafnar í Sandgerði. 

Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum, segir Ásgeir og bætir við að Landhelgisgæslan hafi látið rannsóknarnefnd samgönguslysa þegar vita. 

„Þannig að fulltrúar Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og rannsóknarnefndarinnar fóru til Vestmanneyja þar sem skýrsla verður tekin af skipstjóra flutningaskipsins.“

Vel gekk að koma bátnum til hafnar 

Aðspurður kveðst Ásgeir ekki hafa upplýsingar um líðan mannsins en sjúkrabíll beið hans á bryggjunni í Sandgerði þaðan sem farið var með hann til nánari skoðunar. 

Björgunarsveitir drógu bátinn til hafnar í Sandgerði og segir Ásgeir það hafa gengið vel. Nú sé það í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum að rannsaka bátinn og ræða við þá sem að málinu komu. 

Björgunarsveitir drógu strandveiðibátinn til hafnar í Sandgerði.
Björgunarsveitir drógu strandveiðibátinn til hafnar í Sandgerði. Ljósmynd/Áhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »