Mennirnir í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum

Mennirnir hafa verið í haldi lögreglu síðan skipið kom til …
Mennirnir hafa verið í haldi lögreglu síðan skipið kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gær. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Skipstjóri flutningaskipsins Longdawn og annar stýrimaður þess, rússneskir að þjóðerni, eru enn í haldi lögreglunnar. Þeir eru þó komnir í hendur lögreglunnar á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins. 

Þetta staðfestir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is og bætir við að mennirnir hafi verið færðir í hendur lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöldi. Lögreglan í Vestamannaeyjum fer þó áfram með rannsókn á skipinu. 

Taka ákvarðanir um frekari aðgerðir í dag

„Nú þarf auðvitað að taka ákvörðun um hvort það eigi að hefta þeirra för eitthvað,“ segir Karl Gauti, sem greindi frá því í samtali við mbl.is í gærkvöldi að í fyrramálið yrði tekin ákvörðun um hvort það yrðu frekari aðgerðir gagnvart þeim. 

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir að mennirnir séu komnir í hendur lögreglunnar á Suðurnesjum og bætir við að ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald verði tekin fyrir hádegi. 

Flutningaskipið Longdawn við höfnina í Vestmannaeyjum.
Flutningaskipið Longdawn við höfnina í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Lögreglan í Eyjum rannsakar skipið

Þrátt fyrir að mennirnir séu komnir í hendur lögreglunnar á Suðurnesjum segir Karl Gauti lögregluna í Vestmannaeyjum áfram fara með rannsókn á skipinu, sem hefur verið í Vestmannaeyjahöfn síðan í gærmorgun. Var því stefnt til hafnar af Landhelgisgæslunni og voru þrír menn handteknir þegar þeir komu að landi. Einum þeirra hefur verið sleppt. 

Mennirnir voru handteknir eftir að strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga á þriðja tímanum í fyrrinótt. Sigl­inga­gögn skips­ins, strand­veiðibáts­ins og ágang­ur á stefni Longdawn þykja gefa til kynna að skipið hafi rek­ist á bát­inn og hvolft hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.418 kg
Ýsa 4.229 kg
Keila 422 kg
Langa 311 kg
Karfi 57 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 12.453 kg
25.11.24 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Ýsa 3.042 kg
Þorskur 2.580 kg
Samtals 5.622 kg
25.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 5.620 kg
Ýsa 2.866 kg
Karfi 16 kg
Keila 2 kg
Samtals 8.504 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.418 kg
Ýsa 4.229 kg
Keila 422 kg
Langa 311 kg
Karfi 57 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 12.453 kg
25.11.24 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Ýsa 3.042 kg
Þorskur 2.580 kg
Samtals 5.622 kg
25.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 5.620 kg
Ýsa 2.866 kg
Karfi 16 kg
Keila 2 kg
Samtals 8.504 kg

Skoða allar landanir »