Skipstjórum óhóflega refsað öðrum til viðvörunar

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, hefur ritað Fiskistofu bréf …
Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, hefur ritað Fiskistofu bréf fyrir hönd félagsins þar sem hann lýsir því að verið sé að refsa skipstjórum þriggja báta sem lönduðu afla á Hofsósi í júní 2022 umfram tilefni. Ljósmynd/Aðsend

„Eins og þessi ákvörðun Fiskistofu kemur okkur fyrir sjónum átti einfaldlega að hengja skipstjórana upp í hæsta gálga öðrum trillukörlum til viðvörunar,“ skrifar Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands (STÍ), í bréfi til Fiskistofu sem 200 mílur hefur undir höndum.

Tilefni skrifa Kjartans er ákvörðun Fiskistofu um að svipta tvo strandveiðibáta, Þorgrím SK-27 og Rósborg SI-28, um veiðileyfi í viku og veita skipstjóra Skottu SK-138 áminningu vegna brota sem áttu sér stað við löndun afla á Hofsósi í júní 2022. Þann dag vigtaði skipstjóri Þorgríms eigin afla og afla úr Skottu og Rósborg án þess að hafa tilskilin leyfi.

Skipstjórar strandveiðibátanna hafa borið fyrir sér að þeir voru að bjarga verðmætum þar sem vigtunarmaður Skagafjarðarhafna hafi ekki verið á staðnum.

„Það er miður að Fiskistofa telur sig knúna til þess að fara fram með slíku offorsi því það bitnar eingöngu á samskiptum milli Fiskistofu og strandveiðiflotans. STÍ leggur mikla áherslu á góða samvinnu okkar á milli enda erum við að vinna að sama markmiði: að sjómenn og útgerðir vinni innan ramma laganna. Svona vinnubrögð eru þó eingöngu til þess fallin að grafa undan trausti og samstarfsvilja milli Fiskistofu og trillukarla,“ skrifar Kjartan í bréfinu.

„Fyrr má nú rota en dauðrota“

Í bréfinu segir að félagsmönnum hafi brugðið að lesa fregnir af ákvörðun Fiskistofu vegna málsins, sértaklega að stofnunin hafi sakað skipstjórana þrjá um „meiriháttar og sérlega vítaverð“ brot.

„Nú þekkjum við vel til málsins. Málsatvik eru þannig að þrír skipstjórar mæta á Hofsós til löndunar, þar sem enginn er vigtunarmaðurinn. Eftir að þeir telja sig hafa fengið grænt ljós á að vigta aflann ganga þeir í verkið. Þeir vita ekki betur og telja að þeir séu að bjarga verðmætum. Þetta er vissulega brot, en greinilega enginn illur ásetningur enda var engu landað framhjá.“

Telur Kjartan að „eðlilegra“ hefði verið ef eftirlitsmenn Fiskistofu hefðu haft samband við skipstjóranna strax og þeir urðu varir við það sem átti sér stað og upplýst þá um að vigtunin væri saknæmt athæfi, auk þess að leiðbeina þeim um hvað ætti að gera við aðstæður þar sem vigtunarmaður er ekki viðstaddur.

„Þess í stað var beðið í ár með að tjá þeim bréfleiðis að þeir ættu yfir höfði sér 4 vikna leyfissviptingu. Fyrr má nú rota en dauðrota.“

Spurt um alvarleika

Í bréfinu er óskað eftir skýringum á því hvað sé átt við þegar Fiskistofa í ákvörðunum sínum í málum skipstjóranna þriggja flokkar umrædd brot „með alvarlegustu brotum“ gegn lögum um fiskveiðar.

„Er þetta mál sambærilegt eða verra en skipulagt ísprósentusvindl? Eða er það verra en fölsun á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum? Hvers vegna fékk útgerð sem staðin var að fölsun á VOR-skýrslum seinasta sumar tækifæri til að leiðrétta þær skýrslur, en þessir skipstjórar fengu refsingu fyrir fyrsta brot sem hefði þýtt milljónatjón?“ spyr Kjartan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »