Notuðu ekki viðeigandi öryggisbúnað þegar banaslys varð

Mikill viðbúnaður var við höfnina þegar slysið varð.
Mikill viðbúnaður var við höfnina þegar slysið varð. Ljósmynd/Aðsend

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hefur nú gefið út lokaskýrslu vegna banaslyss sem varð við Njarðvík þann 22. júlí 2023. Niðurstöður gefa til kynna að utanborðsmótor bátsins hafi verið of kraftmikill og þungur. Einnig hafi mennirnir tveir, sem í bátnum voru, ekki verið klæddir í viðeigandi öryggisbúnað þrátt fyrir að hann hafi verið til staðar.

„Þann 22. júlí 2023 voru tveir menn á sjóstangaveiðum á óskráðum skemmtibát af gerðinni Flipper 515 HT. Bátnum hvolfdi og lentu bátsverjarnir í sjónum. Sökk báturinn í kjölfarið. Sjónarvottur í landi tilkynnti atvikið til neyðarlínu sem virkjaði þegar viðbragðsáætlun. Báðir skipverjar náðust meðvitundarlausir um borð í björgunarskip en annar þeirra var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi,“ segir í skýrslunni.

Báturinn aðeins gerður fyrir 70 hestafla mótor

Á skemmtibátnum var 90 hestafla Mercury utanborðsmótor en samkvæmt RNSA eru Flipper bátar af þessari gerð einungis gerðir fyrir hámark 70 hestafla mótora. Fram kemur að 90 hestafla mótorinn sé 60 kílóum þyngri en sá sem er 70 hestafla. Einnig er minnst á að björgunarvesti og björgunarbúningur hafi verið um borð en farþegar hafi ekki notað þann búnað.

Hvetur RNSA bátseigendur til þess að fara eftir tilmælum framleiðenda hvað varðar stærð véla, það geti reynst hættulegt að gera það ekki og þyngd og afl mótors haft veruleg áhrif á stjórnhæfi báta.

„Nefndin telur að meginorsök þess að báturinn sökk hafi verið að utanborðsmótor bátsins var aflmeiri og þyngri en ráðleggingar framleiðanda bátsins mæltu fyrir um. Nefndin vekur athygli á mikilvægi þess að ávallt séu notuð björgunarvesti þegar siglt er á opnum bátum,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar.

Skýrsluna má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.24 378,49 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.24 343,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.24 295,24 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.24 200,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.24 127,53 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.6.24 403,38 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.24 Kristín ÞH 15 Handfæri
Þorskur 770 kg
Karfi 11 kg
Samtals 781 kg
27.6.24 Jón Kristinn SI 52 Handfæri
Þorskur 592 kg
Ufsi 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 596 kg
27.6.24 Hávarður ÍS 1 Handfæri
Ufsi 57 kg
Samtals 57 kg
27.6.24 Teistey ÁR 15 Handfæri
Ufsi 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 8 kg
27.6.24 Helgi Hallvarðs NS 30 Handfæri
Þorskur 762 kg
Karfi 18 kg
Samtals 780 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.24 378,49 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.24 343,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.24 295,24 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.24 200,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.24 127,53 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.6.24 403,38 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.24 Kristín ÞH 15 Handfæri
Þorskur 770 kg
Karfi 11 kg
Samtals 781 kg
27.6.24 Jón Kristinn SI 52 Handfæri
Þorskur 592 kg
Ufsi 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 596 kg
27.6.24 Hávarður ÍS 1 Handfæri
Ufsi 57 kg
Samtals 57 kg
27.6.24 Teistey ÁR 15 Handfæri
Ufsi 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 8 kg
27.6.24 Helgi Hallvarðs NS 30 Handfæri
Þorskur 762 kg
Karfi 18 kg
Samtals 780 kg

Skoða allar landanir »