Boða til kröfufundar

Strandveiðisjómenn krefjast þess að strandveiðum sé ráðstafað nægum aflaheimildum svo …
Strandveiðisjómenn krefjast þess að strandveiðum sé ráðstafað nægum aflaheimildum svo bátarnir geti veitt allt veiðitímabilið. Ljósmynd/Aðsend

Strandveiðifélag Íslands hefur boðað til kröfufundar 7. júní næstkomandi í þeim tilgangi að krefjast þess að strandveiðibátarnir fái að stunda veiðar allt strandveiðitímabilið, en viðmiðið er 12 dagar í maí, júní, júlí og ágúst að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Eins og staðan var í gær voru strandveiðibátarnir búnir að landa um 40% af tíu þúsund tonna þorskkvóta sem veiðunum er ráðstafað. Á síðasta ári þurfti að stöðva veiðar 12. júlí og árið á undan 21. júlí. Miðað við gang veiða hingað til eru aðeins 20 veiðidagar eftir.

„Nú stefnir allt í stöðvun í júlí þriðja árið í röð. Það væri með öllu óásættanlegt og yrði reiðarslag fyrir strandveiðimenn og brothættar byggðir hringinn í kringum landið. Sýnum samstöðu og látum ekki bjóða okkur slíka niðrandi framkomu þegjandi og hljóðlaust,“ segir í yfirlýsingu Strandveiðifélagsins vegna viðburðarins.

Til stendur að safna liði við Hörpu í Reykjavík í hádeginu og ganga að Austurvelli. Svipað var einnig gert í júlí á síðasta ári eftir að veiðar voru stöðvaðar af Fiskistofu. Mætti þá fjöldi strandveiðisjómanna til að mótmæla.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg

Skoða allar landanir »