Leggur til veiði á 161 langreyði

Hafrannsóknastofnun stendur við fyrri ráðgjöf sína um veiðar á langreyði.
Hafrannsóknastofnun stendur við fyrri ráðgjöf sína um veiðar á langreyði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafrannsóknastofnun stendur við fyrri ráðgjöf sína um veiðar á langreyði og leggur til við matvælaráðherra að veitt verði 161 dýr í sumar.

Þetta staðfestir Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar í samtali við Morgunblaðið.

Matvælaráðuneytið óskaði í gær eftir umsögnum þriggja stofnana, Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu og Matvælastofnunar, um umsókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum og skilaði stofnunin umsögn sinni í gær til matvælaráðuneytisins. Auk fyrrgreindra stofnana var óskað umsagna frá 13 hagaðilum.

„Okkar hlutverk er ráðlegging um sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hefur sú ráðgjöf legið fyrir frá árinu 2017,“ segir Þorsteinn og vísar þar til nýtingarráðgjafar stofnunarinnar sem tekur til áranna 2018 til 2025. Þar segir að ráðlagt sé að árleg veiði á langreyði á fyrrgreindu tímabili verði ekki meiri en 161 dýr. Kemur þar fram að langreyði hafi fjölgað jafnt og þétt við Ísland frá upphafi hvalatalninga árið 1987 og hafi fjöldi dýra árið 2015 verið sé mesti frá því talningar hófust, en ráðgjöfin byggist á þeirri talningu.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.24 378,49 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.24 343,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.24 295,24 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.24 200,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.24 127,53 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.6.24 403,38 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.24 Kristín ÞH 15 Handfæri
Þorskur 770 kg
Karfi 11 kg
Samtals 781 kg
27.6.24 Jón Kristinn SI 52 Handfæri
Þorskur 592 kg
Ufsi 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 596 kg
27.6.24 Hávarður ÍS 1 Handfæri
Ufsi 57 kg
Samtals 57 kg
27.6.24 Teistey ÁR 15 Handfæri
Ufsi 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 8 kg
27.6.24 Helgi Hallvarðs NS 30 Handfæri
Þorskur 762 kg
Karfi 18 kg
Samtals 780 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.24 378,49 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.24 343,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.24 295,24 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.24 200,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.24 127,53 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.6.24 403,38 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.24 Kristín ÞH 15 Handfæri
Þorskur 770 kg
Karfi 11 kg
Samtals 781 kg
27.6.24 Jón Kristinn SI 52 Handfæri
Þorskur 592 kg
Ufsi 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 596 kg
27.6.24 Hávarður ÍS 1 Handfæri
Ufsi 57 kg
Samtals 57 kg
27.6.24 Teistey ÁR 15 Handfæri
Ufsi 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 8 kg
27.6.24 Helgi Hallvarðs NS 30 Handfæri
Þorskur 762 kg
Karfi 18 kg
Samtals 780 kg

Skoða allar landanir »