Elín Björg nýr fiskistofustjóri

Elín Björg hefur starfað á Fiskistofu síðan 2016.
Elín Björg hefur starfað á Fiskistofu síðan 2016. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Elín Björg Ragnarsdóttir mun taka við stöðu fiskistofustjóra frá 1. júní. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra skipaði hana í stöðuna fyrr í dag. 

Skipun Elínar er með tilliti til tillaga hæfnisnefndar og var auglýst laust til umsóknar í janúar. Skipunin er til fimm ára, segir í tilkynningu.

Hefur starfað á Fiskistofu síðan 2016

Elín Björg er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst og með grunnnámsgráðu í viðskiptalögfræði frá sama skóla. Hún er með diplómagráðu í hafrétti frá Rhodes Academy of Oceans Law and Policy og hefur lokið námi í fiskiðn og fisktækni frá Tækniskólanum. 

Hún hefur starfað á Fiskistofu síðan 2016. Fyrst sem verkefnastjóri gæða- og þróunarmála og síðar sem sviðstjóri veiðieftirlitssviðs og starfar sem staðgengill fiskistofustjóra. 

Hún hefur einnig fengist við ýmiss ráðgjafastörf samhliða störfum í feðraþjónustu og var um tíma framkvæmdastjóri Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, gæðastjóri hjá Granda og framleiðslustjóri hjá Kjötumboðinu Goða hf. 

Þá var hún á árunum 2016 til 2023 formaður stjórnar Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.24 378,49 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.24 343,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.24 295,24 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.24 200,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.24 127,53 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.6.24 403,38 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.24 Kristín ÞH 15 Handfæri
Þorskur 770 kg
Karfi 11 kg
Samtals 781 kg
27.6.24 Jón Kristinn SI 52 Handfæri
Þorskur 592 kg
Ufsi 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 596 kg
27.6.24 Hávarður ÍS 1 Handfæri
Ufsi 57 kg
Samtals 57 kg
27.6.24 Teistey ÁR 15 Handfæri
Ufsi 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 8 kg
27.6.24 Helgi Hallvarðs NS 30 Handfæri
Þorskur 762 kg
Karfi 18 kg
Samtals 780 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.24 378,49 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.24 343,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.24 295,24 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.24 200,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.24 127,53 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.6.24 403,38 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.24 Kristín ÞH 15 Handfæri
Þorskur 770 kg
Karfi 11 kg
Samtals 781 kg
27.6.24 Jón Kristinn SI 52 Handfæri
Þorskur 592 kg
Ufsi 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 596 kg
27.6.24 Hávarður ÍS 1 Handfæri
Ufsi 57 kg
Samtals 57 kg
27.6.24 Teistey ÁR 15 Handfæri
Ufsi 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 8 kg
27.6.24 Helgi Hallvarðs NS 30 Handfæri
Þorskur 762 kg
Karfi 18 kg
Samtals 780 kg

Skoða allar landanir »