„Er þetta réttlát skipting?“

Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM.
Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Er þetta rétt­lát skipt­ing á þess­um tak­mörkuðu gæðum?“ spyr Guðmund­ur Helgi Þór­ar­ins­son formaður VM í pistli sín­um í sjó­mannadags­blaði 200 mílna. Vís­ar hann til hagnaðar sjáv­ar­út­vegs­ins og hve mikið greitt var í veiðigjöld.

„Auðlindar­ent­an, sá um­fram­hagnaður sem er til­kom­inn vegna nýt­ing­ar á fiski­miðum okk­ar, nam 85 millj­örðum króna árið 2022. Þjóðin fékk um það bil tí­und þeirr­ar upp­hæðar í formi auðlinda­gjalds en eig­end­urn­ir greiddu sér 22,5 millj­arða króna í arð – á sama tíma og sjó­menn voru samn­ings­laus­ir.“

Pist­il Guðmund­ar Helga í heild:

Til ham­ingju með dag­inn, sjó­menn

Sjó­mannadag­ur­inn var hald­inn hátíðleg­ur í fyrsta skipti 6. júní 1938, í Reykja­vík og á Ísaf­irði. Sá dag­ur var mánu­dag­ur, ann­ar í hvíta­sunnu. Næstu ár var fylgt reglu sem á end­an­um var lög­tek­in árið 1987, að sjó­mannadag­ur skyldi vera fyrsti sunnu­dag­ur í júní nema hvíta­sunnu bæri upp á þann dag.

Á þess­um tæp­um 90 árum hef­ur flest sem viðkem­ur fisk­veiðum og út­gerð breyst. Al­var­leg sjó­slys urðu við Ísland á hverju ein­asta ári langt fram eft­ir síðustu öld. Þannig fór­ust á einu bretti þrjú þilskip þann 7. apríl 1906, þar sem 68 menn mættu ör­lög­um sín­um, sum­ir bein­lín­is fyr­ir aug­um Reyk­vík­inga. Sag­an geym­ir mörg dæmi um skelfi­leg­ar af­leiðing­ar sjó­sókn­ar fyrri tíma. Á þess­um degi minn­umst við þessa fólks og þökk­um fyr­ir það sem áunn­ist hef­ur. Ný­legt sjó­slys við Garðskaga – þar sem mann­björg varð – minn­ir okk­ur á að við þurf­um ætíð að vera á varðbergi.

Sjó­menn og fjöl­skyld­ur þeirra geta í dag glaðst yfir því að öll stétt­ar­fé­lög sjó­manna samþykktu á út­mánuðum nýja kjara­samn­inga. Sjó­menn voru samn­ings­laus­ir í allt of mörg ár. Að þessu sinni eru kjara­mál sjó­manna í far­vegi og lang­tíma­samn­ing­ar gilda. Líf­eyr­is­rétt­indi þeirra eru loks­ins á pari við aðra lands­menn auk þess sem sjó­menn hafa fengið löngu tíma­bær­ar kjara­bæt­ur.

Eins og hér er að ofan er nefnt hef­ur út­gerð tekið stakka­skipt­um á umliðnum ára­tug­um. Bát­arn­ir hafa stækkað svo um mun­ar, út­gerðum fækkað og mik­il samþjöpp­un hef­ur orðið í grein­inni. Sjarm­inn yfir fisk­veiðum er að mestu horf­inn, nema í aug­um þeirra sem mæla hann í millj­örðum. Samþjöpp­un afla­heim­ilda er slík að hagnaður stærstu fyr­ir­tækj­anna er svim­andi.

Rétt­lát skipt­ing?

Auðlindar­ent­an, sá um­fram­hagnaður sem er til­kom­inn vegna nýt­ing­ar á fiski­miðum okk­ar, nam 85 millj­örðum króna árið 2022. Þjóðin fékk um það bil tí­und þeirr­ar upp­hæðar í formi auðlinda­gjalds en eig­end­urn­ir greiddu sér 22,5 millj­arða króna í arð – á sama tíma og sjó­menn voru samn­ings­laus­ir. Er þetta rétt­lát skipt­ing á þess­um tak­mörkuðu gæðum? Árs­göm­ul könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands um af­stöðu Íslend­inga til sjáv­ar­út­vegs­mála svaraði þeirri spurn­ingu með afar ein­dregn­um hætti, eins og það var dregið sam­an í grein í Morg­un­blaðinu 17. apríl 2023. „Íslend­ing­ar eru flest­ir ósátt­ir við fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið, telja ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg spillt­an og skapi verðmæti fyr­ir of fáa.“

Þrátt fyr­ir að ferðaþjón­ust­an sé sú at­vinnu­grein sem skil­ar þjóðarbú­inu mestu er og verður sjáv­ar­út­veg­ur áfram ein af und­ir­stöðuat­vinnu­grein­um þjóðar­inn­ar. Við erum og verðum í grunn­inn fisk­veiðiþjóð sem hef­ur um ald­ir glímt við óblíð nátt­úru­öfl. Sú glíma hef­ur mótað okk­ur og hert.

Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna ósk­ar sjó­mönn­um um allt land og fjöl­skyld­um þeirra til ham­ingju með sjó­mannadag­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.3.25 518,32 kr/kg
Þorskur, slægður 14.3.25 481,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.3.25 284,18 kr/kg
Ýsa, slægð 14.3.25 293,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.3.25 207,69 kr/kg
Ufsi, slægður 14.3.25 250,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 14.3.25 219,52 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 9.587 kg
Ýsa 161 kg
Þorskur 147 kg
Hlýri 35 kg
Skarkoli 14 kg
Keila 6 kg
Langa 5 kg
Samtals 9.955 kg
14.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.618 kg
Ýsa 1.287 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 38 kg
Samtals 2.986 kg
14.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 5.221 kg
Ýsa 1.976 kg
Steinbítur 84 kg
Keila 81 kg
Samtals 7.362 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.3.25 518,32 kr/kg
Þorskur, slægður 14.3.25 481,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.3.25 284,18 kr/kg
Ýsa, slægð 14.3.25 293,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.3.25 207,69 kr/kg
Ufsi, slægður 14.3.25 250,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 14.3.25 219,52 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 9.587 kg
Ýsa 161 kg
Þorskur 147 kg
Hlýri 35 kg
Skarkoli 14 kg
Keila 6 kg
Langa 5 kg
Samtals 9.955 kg
14.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.618 kg
Ýsa 1.287 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 38 kg
Samtals 2.986 kg
14.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 5.221 kg
Ýsa 1.976 kg
Steinbítur 84 kg
Keila 81 kg
Samtals 7.362 kg

Skoða allar landanir »