Sögðu upp 56 starfsmönnum

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, segir það hafa verið erfitt að …
Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, segir það hafa verið erfitt að segja upp starfsfolki í landvinnslu félagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjávarútvegsfyrirtækið Þorbjörn hf. í Grindavík hefur sagt upp 56 starfsmönnum sínum sem hafa starfað við landvinnslu. Í tilkynningu vegna uppsagnanna segir að félagið hafi reynt til hins ítrasta að halda starfsfólki í vinnu þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna jarðhræringanna.

Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir í samtali við 200 mílur að ákvörðun um uppsagnir hafi ekki verið tekin af neinni léttúð. „Þetta er búið að vera erfitt, alveg rosalega erfitt.“

Hann segir nú taka við endurskipulagning rekstursins sem mun standa yfir í sumar og er tilgangurinn að skoða hvernig framhaldinu skal háttað með tilliti til jarðhræringanna.

„Það var niðurstaða okkar að menn treysta sér ekki til að halda áfram eins og verið hefur og við ætlum að taka okkur góðan tíma til að endurskipuleggja okkur og vonum að þetta ástand fari að róast.

Er Þorbjörn að hætta landvinnslu alfarið?

„Vonandi ekki, en það er ekki hægt að stunda hana við þessar aðstæður. Við viljum ekki byggja hana upp annars staðar. Við viljum nota okkar tæki og tól sem við höfum í Grindavík, þau eru mjög góð og hvergi betri,“ segir Gunnar.

Hann útskýrir að ákveðið hafi verið að gera starfsfólki grein fyrir hver staðan væri með góðum fyrirvara. „Þegar við erum komin með einhverja niðurstöðu mun það bara ráðast hverjir geta komið til baka.“

Tíðar rýmingar vegna jarðhræringa hafa sett strik í reikninginn fyrir …
Tíðar rýmingar vegna jarðhræringa hafa sett strik í reikninginn fyrir landvinnslu Þorbjarnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynning Þorbjarnar vegna uppsagnanna:

Þorbjörn hf. var fyrst stofnað í Grindavík fyrir sjötíu árum og hefur síðan rekið öfluga fiskvinnslu í landi ásamt því að gera út skip frá Grindavík. Okkur hefur tekist að verða eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með hjálp okkar góða starfsfólks sem hefur stigið ölduna með okkur um árabil. Fyrir það erum við þakklát.

Náttúruhamfarir hafa haft áhrif á rekstur Þorbjarnar hf. síðustu mánuði, eða frá því að Grindavík var fyrst rýmd og miklar takmarkanir settar á alla starfsemi í bænum á grundvelli hættumats stjórnvalda.

Við höfum lagt mikla áherslu á að halda starfsfólki okkar við störf þrátt fyrir miklar áskoranir í rekstri sökum náttúruhamfaranna.  Við erum stolt af okkar fólki fyrir að hafa tekist á við breyttar aðstæður af miklum dugnaði og elju.

Við stóðum í þeirri trú að lát yrði á jarðhræringum við Grindavík innan tíðar og hægt yrði að hefja uppbyggingu og starfsemi okkar í Grindavík. En við sjáum því miður ekki til lands enn hvað það varðar. Spár og mat vísindamanna á stöðu náttúruhamfaranna í Grindavík og aðgerðir yfirvalda leiða óhjákvæmilega til breytinga á starfsemi fyrirtækisins.

Við munum áfram þrýsta á yfirvöld að gera okkur og öðrum fyrirtækjum kleift að halda starfsemi sinni áfram í Grindavík að gættu fyllsta öryggi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.7.24 417,32 kr/kg
Þorskur, slægður 15.7.24 347,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.7.24 359,92 kr/kg
Ýsa, slægð 15.7.24 309,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.7.24 152,94 kr/kg
Ufsi, slægður 15.7.24 197,68 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 15.7.24 301,58 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.436 kg
Samtals 2.436 kg
15.7.24 Draupnir ÍS 485 Handfæri
Þorskur 613 kg
Samtals 613 kg
15.7.24 Mardís ÍS 400 Handfæri
Þorskur 655 kg
Samtals 655 kg
15.7.24 Draupnir ÍS 717 Handfæri
Þorskur 747 kg
Samtals 747 kg
15.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 1.422 kg
Samtals 1.422 kg
15.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 314 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 317 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.7.24 417,32 kr/kg
Þorskur, slægður 15.7.24 347,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.7.24 359,92 kr/kg
Ýsa, slægð 15.7.24 309,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.7.24 152,94 kr/kg
Ufsi, slægður 15.7.24 197,68 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 15.7.24 301,58 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.436 kg
Samtals 2.436 kg
15.7.24 Draupnir ÍS 485 Handfæri
Þorskur 613 kg
Samtals 613 kg
15.7.24 Mardís ÍS 400 Handfæri
Þorskur 655 kg
Samtals 655 kg
15.7.24 Draupnir ÍS 717 Handfæri
Þorskur 747 kg
Samtals 747 kg
15.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 1.422 kg
Samtals 1.422 kg
15.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 314 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 317 kg

Skoða allar landanir »