„Það hefur enginn komist á sjó hérna“

Leiðindaveður hefur verið víða á Norður- og Austurlandi. Brælan hefur …
Leiðindaveður hefur verið víða á Norður- og Austurlandi. Brælan hefur komið í veg fyrir að strandveiðisjómenn hafi getað sótt skammtinn alla þessa viku. mbl.is/Hafþór

„Staðan er rosalega góð, við erum bara heima,“ svarar Oddur Vilhelm Jóhannsson á Bakkafirði og hlær spurður um gang strandveiðanna í þessari viku í ljósi leiðindaveðursins sem herjað hefur á stórum hluta landsins.

„Það þarf ekkert að vera að stressa sig á því að fara á sjó, það er bara rakin bræla. Þetta er ekki einu sinni tvísýnt. Hér er bara ennþá fimmti mars. Það er bræla á nánast öllu landinu en hér er þetta langverst,“ segir hann.

Oddur, sem er formaður Fonts – félags smábátaeigenda á Norðausturlandi,  segir flest benda til þess að á svæðinu verða ekki stundaðar neinar strandveiðar þessa vikuna þar sem síðasti veiðidagur strandveiðisjómanna er á morgun og er veðurspáin ekki sérlega góð, en strandveiðibátum ekki heimilt að veiða á föstudögum, laugardögum og sunnudögum.

„Það hefur enginn komist á sjó hérna. Þetta byrjaði bara eftir hádegi á mánudag. Hófst sem vindur en þá var ekki brostið á með snjókomu. Svo var bara kominn hávetur.“ Hann fagnar því þó að vísbendingar séu um skánandi veður eftir helgi.

Oddur Vilhelm Jóhannsson
Oddur Vilhelm Jóhannsson Ljósmynd/Aðsend

Hlé á öllu landinu?

Það er þó margt sem veldur áhyggjum annað en strandveiðarnar að sögn Odds. „Við erum með stórt æðavarp hérna en allt er á kafi í snjó. Við höfum miklu meiri áhyggjur af því en strandveiðunum, því hér er ekkert að hafa nema smátitti eins og staðan er núna. Stóri fiskurinn er ekki farinn að koma hérna upp að. Þannig að það var allt í lagi að taka pásu þessa viku strandveiðilega séð, hitt er annað mál að það væri gott ef hlé yrði gert á öllu landinu upp á að klára ekki pottinn.“

Fjöldi strandveiðibáta eru núna og hafa í dag verið á veiðum út af Vestfjörðum auk þess sem bátar hafa sinnt veiðum út af Snæfellsnesi. Veiðunum hefur verið ráðstafað tíu þúsund tonna þorskkvóti en vegna góðrar veiði hefur gengið hratt á heimildirnar og eru rúmlega helmingur þeirra eftir.

Oddur segir slæmt að þurfa að hugsa til þess að sanngjörn skipting aflans skuli velta á veðri og skiptir þar engu hvort það sé vegna norðanáttar á Norðurlandi eða vestanáttar á Vesturlandi.

Oddur er formaður smábátafélagsins Fonts.
Oddur er formaður smábátafélagsins Fonts. Ljósmynd/Aðsend

Umræða hefur verið um nokkurt skeið um að finna leiðir til að tryggja réttlátari skiptingu þess kvóta sem veiðunum er úthlutað. Oddur segir það hefði verið óskandi ef veiðidögum yrði fækkað í tíu í hverjum mánuði í stað tólf eins og nú í samræmi við þær tillögur sem Landssamband smábátaeigenda lagði fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaraðherra.

„Það er ekki gott að heimildirnar klárist um mánaðarmótun júní/júlí. Ef það hefði verið fækkað dögum væri möguleiki að þetta myndi duga lengur," segir Oddur.

Bjarkey hefur gefið út að ekki verða gerðar breytingar á umgjörð strandveiða á þessari vertíð og hefur hún vísað til þess að til þess þurfi lagabreytingu en stutt er eftir af yfirstandandi þingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.12.24 644,29 kr/kg
Þorskur, slægður 30.12.24 734,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.12.24 504,17 kr/kg
Ýsa, slægð 30.12.24 505,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.12.24 242,05 kr/kg
Ufsi, slægður 30.12.24 335,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 30.12.24 355,37 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.12.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.927 kg
Ýsa 1.522 kg
Steinbítur 43 kg
Langa 16 kg
Samtals 8.508 kg
30.12.24 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 3.126 kg
Ýsa 1.283 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 4.413 kg
30.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.609 kg
Þorskur 3.818 kg
Steinbítur 67 kg
Samtals 12.494 kg
30.12.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 295 kg
Ýsa 89 kg
Steinbítur 3 kg
Langa 3 kg
Samtals 390 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.12.24 644,29 kr/kg
Þorskur, slægður 30.12.24 734,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.12.24 504,17 kr/kg
Ýsa, slægð 30.12.24 505,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.12.24 242,05 kr/kg
Ufsi, slægður 30.12.24 335,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 30.12.24 355,37 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.12.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.927 kg
Ýsa 1.522 kg
Steinbítur 43 kg
Langa 16 kg
Samtals 8.508 kg
30.12.24 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 3.126 kg
Ýsa 1.283 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 4.413 kg
30.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.609 kg
Þorskur 3.818 kg
Steinbítur 67 kg
Samtals 12.494 kg
30.12.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 295 kg
Ýsa 89 kg
Steinbítur 3 kg
Langa 3 kg
Samtals 390 kg

Skoða allar landanir »