Ráðgjöfin sögð æra óstöðugan

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kveðst ósáttur við að ekki …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kveðst ósáttur við að ekki hafi verið ráðlegt meiri þorsk en tilkynnt avr um í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst við veiða allt of lítið af þorski. Stjórnvöld þurfa að koma að þessum málum og breyta aflareglunni. Að bjóða okkur upp á 0,9% aukningu er til að æra óstöðugan,“ svarar Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, inntur álits á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í dag.

Lagði stofnunin til að ekki yrði veitt meira en 213 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2024/2025 sem er innan við 1% aukning frá síðasta ári.

„Við hefðum viljað sjá þorskinn hækka miklu meira og aflareglan kemur í veg fyrir það. Á meðan stjórnvöld hafa ákveðið að fylgja gildandi aflareglu kemur niðurstaðan ekkert á óvart.“

Örn segir reynslu útgerða um allt land vera að fiskist vel af stæðilegum þorski en Hafrannsóknastofnun taki ekki nógu mikið mark á gangi veiða. „Auðvitað eru allir ánægðir með það hversu gott ástand er á þorskinum og það sést á aflabrögðunum, en aflabrögðin eru ekkert í samræmi við lýsingar Hafrannsóknastofnunar það sjá allir sjómenn. Þegar veiðist minna af ufsa þá virðist stigið á bremsuna og hlustað á sjómenn en annað er uppi á teningnum þegar þorskurinn er annars vegar.“

Þá sé sérstakt áhyggjuefni hve lítið þorskurinn virðist hafa að éta.

„Það finnst miklu minna af loðnu í maganum á þorskinum en verið hefur. Landssambandið varaði við þessum flottrollsveiðum sem voru leyfðar og það er spurning hvort það hafi haft áhrif á hvað finnst lítið af loðnu núna. Hafrannsóknastofnun verður að fara að taka þessu alvarlega því loðnan er mikilvæg undirstaða í fæðunni hjá þorskinum. Nú sjáum við hvað meðalþyngd nokkurra árganga hefur minnkað mikið og miðað við þessa þróun líður ekki langur tími þar til veiðistofninn minnkar.“

Ýsan áfram há

Um aðra stofna segir hann ánægjulegt að ráðgjöf í ýsu helst áfram há þó hann hafi búist við meiri aukningu í ráðgjöfinni. Þá sé einnig gott að sjá að ráðgjöf í ufsa helst nánast óbreytt, að sögn Arnar.

„Það er líka ánægjulegt að sjá þessa aukningu í steinbítnum en verst hvað fæst lágt verð fyrir hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »