Hafrannsóknastofnun leggur til að aflamark í þorski á næsta fiskveiðiári verði ekki meira en 213.214 tonn sem er tæplega 1% aukning frá núverandi fiskveiðiári, en stofnunin gerir ráð fyrir að stofnstærðin fari hægt minnkandi næstu tvö árin.
Þetta er meðal þess sem fram kom á kynningarfundi stofnunarinnar vegna ráðgjafar stofnunarinnar um hámarksveiði fyrir næsta fiskveiðiár sem hefst 1. september.
Bjarki Þór Elvarsson, fagstjóri ráðgjafar hjá Hafrannsóknastofnunar, kynnti ráðgjöfina í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði í dag og benti hann á að helstu frávik frá meðalástandi árganga þorsks er árgangurinn 2019 sem er yfir meðallagi, en 2016 og 2018 eru undir. Þá er árgangurinn 2021 sá minnsti í fimm ár.
Stofnunin leggur til að ekki verði veitt meira en 76.774 tonn af ýsu sem er 0,5% aukning frá núverandi fiskveiðiári. Ýsustofninn hefur vaxið mikið á undanförnum árum og sagði Bjarki Þór að ekki sé búist við miklum vexti þegar horft er til næstu ára.
Þá eyskt ráðgjöf í ufsa lítillega, en talið er að stofninn kunni að hafa verið ofmetinn þegar litið er til samanburðar á stofnmati síðustu ára. Til stendur að endurskoða aflareglu og stofnmatsaðferð fyrir ufsa fyrir næsta fiskveiðiár.
Áfram er ekki gert ráð fyrir neinum djúpkarfaveiðum.
Athygli vekur að ráðgjöf fyrir gullkarfa eykst um 13,6% í 46.911 tonn. Upplýsti Bjarki þór að ráðgjöfin hækki vegna þess að stofnstærðin er metin stærri en áður vegna aukningar í haustralli 2023 og að afli 2023 var minni en gert var ráð fyrir.
Árgangarnir 2000 til 2007 eru sagðir uppistaða gullkarfaaflans 2023 og eru árgangar allt frá árinu 2009 metnir slakir.
Þá leggur Hafrannsóknastofnun til að ekki verði veitt meira en 17.890 tonn af grálúðu sem er 9% minni ráðgjöf en fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Lækkar ráðgjöf þar sem stofninn er sagður undir varúðarmörkum, en vísbendingar eru um góða nýliðun.
Útskýrði Bjarki Þór að ráðgjöf í fyrra hafi verið lækkuð vegna endurmats á viðmiðunarpunktum, það hafði verið villa sem þurfti að bregðast við.
Fréttin hefur verið uppfærð
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |