„Ber lagaleg skylda“ til að gefa út hvalveiðileyfi

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef ákveðið að gefa út leyfi til hvalveiða og það er vegna þess að mér ber lagaleg skylda til þess að gera það. Ég hef engu að síður ákveðið að gera það eingöngu fyrir yfirstandandi ár.“

Þetta segir Bjarkey Olsen matvælaráðherra um ákvörðun sína að heimila hvalveiðar á komandi vertíð til eins árs.

Að sögn hennar nær heimildin til veiða á 128 langreyðum á tveimur hafsvæðum.

Hún segir þessa ákvörðun ekki endilega í takti við stefnu VG en hún þurfi að fara eftir lögum og reglum.

Hún segir reglurnar við hvalveiðarnar sambærilegar þeim sem framfylgt var í fyrra en bendir á að Matvælastofnun hafi lagt til þrengri reglur við veiðarnar. Þær tillögur séu til skoðunar í ráðuneytinu.

Leyfið áður gefið seint út 

Varðandi gagnrýni á það hve langan tíma það hefur tekið að taka þessa ákvörðun, þá segir Bjarkey að þeir tveir mánuðir sem hún hafi gefið sér í ákvörðunina sé ekki óvenjulegur. Bendir hún á að Kristján Þór Júlíusson hafi á sínum tíma sem sjávarútvegsráðherra gefið út leyfi sem tók gildi 5. júlí. Hann hafi gefið sér fjóra mánuði í ákvörðunina.

Nú segir þú að veiðarnar samræmist ekki þínum skoðunum. Sérðu fyrir þér að koma á hvalveiðibanni í þinni ráðherratíð?

„Breytingar á lögunum þurfa að fara í gegnum þingið. Það verður að koma í ljós hvernig því reiðir af. Við í ráðuneytinu munum halda áfram að vinna að stefnumótun í málaflokknum. Við horfum í því til alþingis og alþjóðahvalveiðiráðsins og allra þeirra breytinga sem hafa átt sér stað fram til þessa. Og við sem land og þjóð þurfum að velta því fyrir okkur hvort við viljum halda áfram,“ segir Bjarkey.

Engin hafi beitt þrýstingi 

VG mælist með rúm 3% í skoðanakönnunum. Spurð hvort hún óttist ekki fylgislækkun vegna ákvörðunarinnar þá segir Bjarkey að hún sé að fara eftir lögum í landinu og hún vonist eftir skilningi á þeirri aðstöðu sem ráðherrann er í.

Aðspurð segir hún að enginn úr ríkisstjórninni hafi þrýst á hana varðandi ákvarðanatöku í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »