Gagnrýna harðlega ákvörðun matvælaráðherra

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands vilja breytingu á lögum um hvalveiðar.
Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands vilja breytingu á lögum um hvalveiðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem félögin gagnrýna harðlega ákvörðun matvælaráðherra að veita leyfi til veiða á 99 langreyðum í sumar.

Segja samtökin slíkt hvaladráp þjóna engum tilgangi enda sé markaður fyrir hvalkjöt mjög takmarkaður.

„Ákveðið var að takmarka veiðarnar við 99 dýr sem er 62 dýrum færri en heimilt hefur verið að veiða undanfarin ár. Samtökin vilja þó benda á að starfshópur er enn starfandi á vegum ráðuneytisins um lagaumgjörð hvalveiða sem skila mun skýrslu sem ætlað er að skapa grunn um stefnumótun til framtíðar í lok árs,“ segir í yfirlýsingunni.

Vilja breytingu á lögunum

Segja samtökin að þegar litið er til framtíðar sé nauðsynlegt að miða afstöðu þingsins við afstöðu þjóðarinnar sem er í meirihluta andvígur hvalveiðum. Þá beri að breyta lögum um hvalveiðar þar sem um úrelt lög sé að ræða. Vilja samtökin láta lögin samrýmast nýrri lögum svo sem lögum um dýravelferð.

Í yfirlýsingunni segir einnig að ekki sé ljóst hvað ráðherra eigi við með að ákvörðun taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins.

„Alþjóðahvalveiðiráðið vilji miða við að stærð langreyðarstofnsins fari ekki niður fyrir 72% af upphaflegri stærð sem gefur umtalsvert minni kvóta en 161 dýr, líkt og hefur verið sl. 12 ár,“ segir enn fremur. 

Þykir samtökunum mikilvægt að ráðherra hunsi ekki álit Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Ekki eina gagnrýnin

Landvernd og Náttúrverndarsamtök Íslands fagna því að leyfið gildi aðeins til eins árs en ekki 5-10 ára eins og Hvalur hf. fór fram á og segir í yfirlýsingunni að nú sé full ástæða til að nota tímann til þess að endurskoða lög um hvalveiðar.

Er þetta ekki eina gagnrýnin sem matvælaráðherra hefur fengið á sig. Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að Dýraverndarsamband Íslands hefði lýst yfir vonbrigðum með ákvörðunina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »