Mætti slípa betur saman lög um dýravelferð og hvalveiðar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson

„Nú liggur fyrir að við höfum ekki verið að gera breytingar á lögum og reglum hvað hvalveiðarnar snertir. Svo ég átti von á að það yrði gefið út leyfi,“ segir Bjarni Benediktsson, inntur eftir viðbrögðum um ákvörðun matvælaráðherra í dag.

Í samtali við mbl.is að ríkisstjórnarfundi loknum segir hann Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra hafa fært rök fyrir því að gefa ætti út leyfið til eins árs í ljósi mats á meðal annars lögum um dýravelferð.

Fór seint út til umsagnar og fresturinn stuttur 

„Mér fannst meðferð beiðninnar taka þó nokkurn tíma en ráðherra bendir á, á móti að þetta sé ekki ósvipað því sem hafi verið áður.“

Er það til merkis um að það þurfi að taka þetta ferli til endurskoðunar?

„Ég skal ekki segja en það er kannski fyrir ráðherrann að meta það. Það eru svona hlutir eins og hversu seint málið fer út til umsagnar og umsagnarfrestur stuttur miðað við hvenær beiðnin var lögð fram. En þetta er ekki eitthvað sem ráðherrann hefur ekki svarað,“ segir Bjarni.

Hann segir lengd ferlisins að hluta til skýrast í ráðherraskiptum sem orðið hafi í tvígang í ráðuneytinu á þessu ári. Sömuleiðis hafi einhverjir umsagnaraðilar tekið sér lengri tíma en áætlað var. 

Þurfi miklu lengri aðdraganda 

Spurður hvort ekki vanti meiri fyrirsjáanleika í leyfisveitingar til hvalveiða og hvort nokkuð sé ljóst að Hvalur hf geti haldið út á veiðar í sumar kveðst Bjarni ekki getað svarað fyrir hönd fyrirtækisins. Dæmi séu þó um að leyfi hafi verið gefin út um þetta leyti árs og veiðar hafi farið fram.

„En ég hef líka heyrt frá Hval að það þurfi miklu lengri aðdraganda og það verður að hlusta eftir því í stjórnkerfinu að reglur um leyfisveitingar séu í takt við þarfir þeirra sem sækjast eftir leyfunum.“

Spurður hvort hann telji nauðsynlegt að breyta lögum í þessum málaflokki, segir Bjarni alveg mega færa fyrir því rök að það megi slípa betur saman nýrri lög um um dýravelferð og eldri lög um hvalveiðar. 

„Eflaust er eitt og annað sem mætti taka til skoðunar og samræma í regluverki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »