Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax segist aldrei hafa greitt út arð í 15 ára sögu fyrirtækisins.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Þar segir að af orðum Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata, í ræðu sem hann flutti á Alþingi á mánudag mætti skilja að Arnarlax hafi greitt út mikinn arð.
„Reyndar kom fram hjá þingmanninum á einum stað í ræðu hans að hann átti þarna við stærsta hluthafann í Arnarlaxi, sem er áratugagamalt norskt fiskeldisfyrirtæki sem gengur afar vel. Hins vegar eignaði hann svo Arnarlaxi arðgreiðslurnar skömmu síðar í sömu ræðu og það gerði matvælaráðherra einnig í svörum við ræðu þingmannsins,“ skrifar fyrirtækið.
Þarna hafi Gísli Rafn ekki gert greinarmun á stórum hluthafa og hinu íslenska fyrirtæki.
„Þetta væri svipað því og ef Icelandair yrði gert ábyrgt fyrir arðgreiðslum Bain Capital, sem er stærsti hluthafinn í því mikilvæga fyrirtæki okkar Íslendinga.“
Arnarlax segist vera með hundruð hluthafa, bæði íslenska og erlenda. Flestir þeirra séu sjóðir sem leggja fé í atvinnustarfsemi í þeirri von að hún gangi vel og geti skilað sparifjáreigendum sem greitt hafa í sjóðina, ávöxtun til langs tíma.
Fiskeldisfyrirtækið tekur fram að atvinnugreinin sé „umhverfisvæn“ í ýmsum skilningi en því miður hafi komið upp „alvarlegar slysasleppingar“ hjá sér og öðrum fiskeldisfyrirtækjum.
Atvinnugreinin sé umhverfisvæn grein í þeim skilningi að kolefnisspor við framleiðslu á laxi er lítið og varan heilnæmur prótíngjafi í heimi þar sem þörf er á að auka umhverfisvæna matvælaframleiðslu.
„Það hafa því miður komið upp alvarleg slysasleppingarmál hjá bæði okkur hjá Arnarlaxi og öðrum sem rækta fisk í sjókvíum hér við land. Það er skiljanlegt að Alþingi vilji setja skýrari lagaramma um starfsemi þessarar atvinnugreinar og skapa sem mestan hvata fyrir fyrirtækin að vanda til verka,“ segir í yfirlýsingunni.
„Arnarlax vill vinna í sátt við samfélagið og byggja upp traust til greinarinnar. Þar skiptir líka máli að þingmenn og ráðherrar séu vel upplýstir og haldi ekki fram röngum staðreyndum um íslensku fyrirtækin í greininni.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 773 kg |
Þorskur | 257 kg |
Ýsa | 26 kg |
Steinbítur | 10 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 7 kg |
Sandkoli | 6 kg |
Hlýri | 5 kg |
Samtals | 1.092 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 773 kg |
Þorskur | 257 kg |
Ýsa | 26 kg |
Steinbítur | 10 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 7 kg |
Sandkoli | 6 kg |
Hlýri | 5 kg |
Samtals | 1.092 kg |