Leiðin til að drepa atvinnurekstur

Kristján Loftsson segir lengd veiðileyfis matvælaráðherra vera til þess að …
Kristján Loftsson segir lengd veiðileyfis matvælaráðherra vera til þess að drepa atvinnurekstur í hvalveiðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er augljóst að þarna hefur fólk verið að leika sér, það þykist hafa legið undir einhverjum feldi og er nú allt í einu komið undan honum. Þetta er fyrirframskrifað plan hjá þessu fólki, Bjarkeyju, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur.

Þær hafa allar komið að málinu síðan umsóknin var send inn. Þetta hefur verið lögleg atvinnustarfsemi allan tímann, allt frá árinu 1948,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið, spurður hvernig hann bregðist við þeirri ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar aðeins þetta árið.

Venjan hefur verið sú síðustu árin að veiðiheimild á langreyði sé gefin út til fimm ára í senn.

„Þetta leyfi er gefið út í 204 daga. Ef ráðherrann vill drepa atvinnurekstur er þetta leiðin til þess. Fyrirsjáanleikinn er enginn og að halda að það sé hægt að setja í gang svona rekstur með engum fyrirvara er með ólíkindum,“ segir Kristján.

Vonlaust ef fyrirsjáanleiki er ekki til staðar

„Það þarf að útvega alls kyns rekstrarvörur og ráða vant fólk til vinnu. Ef fyrirsjáanleikinn er ekki til staðar er þetta vonlaust.

Ég sé ekki fyrir mér að orðið geti af hvalveiðum í sumar, enda er tíminn á milli vertíða notaður til undirbúnings veiða næsta árs. Flest fólk skilur þetta, en ekki þessir ráðherrar Vinstri grænna,“ segir hann.

Kristján segir rangt það sem ráðherrann lét eftir sér hafa í fjölmiðlum í gær, að Alþjóðahvalveiðiráðið gæfi út kvóta til hvalveiða. Það væru vísvitandi ósannindi.

Ólíðandi misbeiting á valdi

„„Verð að fara að lögum í landinu,“ er haft eftir henni í fjölmiðlum í dag. Hún hefði mátt gera sér grein fyrir því fyrr,“ sagði Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í gær, þar sem hann gagnrýndi matvælaráðherra harðlega fyrir sleifarlag í málinu.

„Það blasir við að málsmeðferðin er engan veginn í samræmi við lög eða stjórnarskrá landsins,“ sagði Jón og að ráðherra hundsi vísindamenn Hafrannsóknastofnunar og noti reiknireglu sem enginn annar notar.

„Maður er orðlaus yfir ósvífni ráðherrans gagnvart starfsfólki og fyrirtæki. Það er allt gert, að því er virðist að geðþótta og lítilli eða engri virðingu fyrir fólki, lögum eða stjórnarskrá.

Slík stjórnsýsla er ólíðandi, þetta er ólíðandi misbeiting á valdi sem ráðherra hefur,“ sagði Jón og bætti því við að rök ráðherrans í málinu stæðust enga skoðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 364,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 111,15 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg
21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 105.873 kg
Karfi 48.292 kg
Ufsi 3.805 kg
Ýsa 1.580 kg
Samtals 159.550 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 364,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 111,15 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg
21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 105.873 kg
Karfi 48.292 kg
Ufsi 3.805 kg
Ýsa 1.580 kg
Samtals 159.550 kg

Skoða allar landanir »