Maí góður mánuður fyrir mjöl og lýsi

Flutt var út fiskimjöl fyrir 5,3 milljarða króna í maí …
Flutt var út fiskimjöl fyrir 5,3 milljarða króna í maí sem er fimmtungi meira en í sama mánuði í fyrra. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Maí var góður mánuður fyrir framleiðendur fiskimjöls og lýsis hér á landi en útflutningsverðmæti fiskimjöls nam 5,3 milljörðum króna sem er fimmtungur meira en í sama mánuði í fyrra og útflutningsverðmæti lýsis var 1,7 milljarður sem er 34% aukning frá maí 2023.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og fjallað er um í greiningu Radarsins.

Þrátt fyrir myndarlega aukningu í maí er hins vegar 24% samdráttur í útflutningsverðmætum fiskimjöls ef litið er til fyrstu fimm mánaða og er í greiningunni bent á að loðnubresturinn kunni að hafa haft afgerandi áhrif í þessu samhengi.

Vert er þó að geta þess að á fyrstu fimm mánuðum jókst útflutningsverðmæti lýsis um 18% en loðna hefur einnig nýst í lýsisgerð. Mikil aukning í kolmunnakvóta hefur líklega vegið upp á móti loðnubrestinum, en íslensku skipin hafa landað gríðarlegu magni auk þess sem norsk og færeysk skip hafa einnig landað kolmunna á Íslandi í vetur.

Hækkun í fleiri vöruflokkum

Í maí varð einnig aukning í útflutningsverðmætum saltaðra og þurrkaðra afurða og námu verðmætin 4 milljörðum króna sem er 18% meira en í maí í fyrra. Útflutningsverðmæti frystra flaka endaði í 7,1 milljarði sem er 10% meira en í sama mánuði á síðasta ári.

Heilt yfir endaði útflutningsverðmæti sjávarafurða í maí í 35 milljörðum króna og hefur því átt sér stað 3,5% aukning frá maí 2023 í krónum talið en þar sem lítil breyting hefur verið á gengi krónunnar er aukningin í erlendri mynt 4%, að því er segir í greiningunni.

Þrátt fyrir jákvæða þróun í fleiri vöruflokkum er 42% samdráttur í útflutningsverðmætum rækju, 24% samdráttur í heilfrystum fiski og 2% samdráttur í ferskum afurðum.

Mynd/Radarinn

Áberandi áhrif loðnubrests

Útflutningsverðmæti sjávarafurða á fyrstu fimm mánuðum ársins 2024 nemur 146 milljörðum króna sem er 1,5% minna en á sama tímabili á síðasta ári að teknu tilliti til gengisbreytinga.

Í greiningu Radarsins segir að samdráttinn megi „fyrst og fremst rekja til tveggja afurðaflokka, þ.e. heilfrysts fisks (-31%) og svo fiskimjöls (-24%). Í báðum þessum flokkum voru loðnuafurðir, þ.e. loðnumjöl og heilfryst loðna, fyrirferðarmiklar í fyrra. Það er því engum vafa undirorpið að loðnubrestur setur svip sinn á útflutningstekjur í ár. Eins er töluverður samdráttur í útflutningsverðmæti rækju á milli ára (-19%), en vægi hennar er ekki mikið í heildarsamhenginu.“

Þá eykst útflutningsverðmæti ferskra afurða um 10% á tímabilinu, saltaðra og þurrkaðra afurða um 8% og frystra flaka um 1%.

Verðmæti afurða undir heitinu „aðrar sjávarafurðir“ eykst um 4%. „Þar undir teljast meðal annars loðnuhrogn. Reikna má með að einhver útflutningur hafi verið á loðnuhrognum nú í maí líkt og undanfarna mánuði frá síðustu vertíð. Enda var metframleiðsla á hrognum í loðnuvertíðinni í fyrra, sem að stórum hluta eru enn eftir í birgðum hér á landi,“ segir á Radarnum.

Mynd/Radarinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 29 kg
20.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 319 kg
Samtals 319 kg
20.7.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 261 kg
Samtals 261 kg
20.7.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 259 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 289 kg
20.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 389 kg
Samtals 389 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 29 kg
20.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 319 kg
Samtals 319 kg
20.7.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 261 kg
Samtals 261 kg
20.7.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 259 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 289 kg
20.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 389 kg
Samtals 389 kg

Skoða allar landanir »