Meiri vatnsnýting en sést hefur frá upphafi

Magnús Tumi Guðmundsson.
Magnús Tumi Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir veruleg tækifæri í landeldi hér á landi en eftirlitskerfi með grunnvatni þarf að efla.

Þetta kom fram í erindi Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, á Umhverfismatsdeginum sem var haldinn í fyrirlestarsal Þjóðminjasafnsins á þriðjudaginn.

Erindi Magnúsar Tuma bar yfirskriftina Grunnvatnið og nýting þess í landeldi. Hann sagði stóriðjuframkvæmdir vera fram undan hérlendis þegar kemur að landeldi, miðað við umsvifin.

Þetta þýddi meiri nýtingu á vatni en sést hefur hérlendis frá upphafi.

Varðandi muninn á sjókvíaeldi og landeldi sagði hann að sjókvíaeldi væri tiltölulega einfalt í framkvæmd en að vandamál væru með strok laxa.

Aftur á móti væri þörf á meiri framkvæmdum ætluðu menn sér að byggja upp landeldi en kosturinn væri að það væri öruggt fyrir stroki. Einnig þyrfti aðgang að mjög miklu vatni til að byggja upp landeldi.

15- til 20-föld notkun

Hann minntist í framhaldinu á landeldið sem er fyrirhugað við Þorlákshöfn og á Reykjanesi á næstu árum og nefndi að leyfi væri komið fyrir Eldisgarði á Reykjanesi.

Fyrirtækin Ísiþór, Arnarlax, First Water, Thor landeldi, Geo Salmo og Laxar tengdust síðan landeldi við Þorlákshöfn.  

Magnús Tumi ræddi áætlanir Thors landeldis um 20 þúsund tonna framleiðslu af laxi á ári. Vatnsnýtingin mun nema 15 rúmmetrum á sekúndu, sem er 15 til 20 sinnum öll notkun Reykjavíkursvæðisins af vatni.

Aðallega verður jarðsjór notaður en um tveir rúmmetrar á sekúndu verða notaðir af fersku grunnvatni. Borholur með ströndinni verða notaðar til að dæla upp jarðsjó og ferskvatni. Töluvert meira verður notað af grunnvatni en reiknað var með í upphafi. 

Best að framkvæma í skrefum 

Magnús Tumi sagði vatnstökuna hafa töluverð áhrif á ferskvatnalinsu og jarðsjó. Blandlagið milli ferskvatns og jarðsjávar þykkni og jarðsjórinn sem dælt verður upp verður ívið minna saltur. Seltubreyting verður í 15 metrum undir sjávarmáli á vinnslusvæðinu við Þorlákshöfn.

Hann greindi frá því að grunnvatnsborðið myndi lækka við þetta um í kringum einn metra. „Þetta er hins vegar ekki mjög dramatískt og ætti að ganga,“ sagði Magnús Tumi en benti á að fyrirtækin væru þá að nota um 65 rúmmetra á sekúndu af vatni, eða um tvo þriðjuhluta af Soginu.

„Þetta er jafnvægisástand sem talið er að muni verða þegar allt er komið í gang.“

Óvissan væri þó töluverð og því best að gera þetta í skrefum.

Jafnmikið og öll notkun ferskvatns á landinu

Prófessorinn fór jafnframt yfir niðurstöður verkfræðistofunnar Vatnaskila um vatnstöku við Þorlákshöfn. Þar kemur fram að miðað við vatnstöku vegna framleiðslu á 70 til 80 þúsund tonnum af eldislaxi á ári nemur vatnsnýting 69 rúmmetrum á sekúndu. Þar af verði 8 til 10 rúmmetrar á sekúndu ferskt, ósalt grunnvatn, sem er jafnmikið og öll notkun ferskvatns á Íslandi í dag.

„Það lítur út fyrir að þetta muni ganga,“ sagði Magnús Tumi.

Gestir í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.
Gestir í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þörf á góðum eftirlitskerfum

Í samantekt sinni í lok erindisins sagði hann að stærri grunnvatnsgeymar væru á Íslandi en í öðrum löndum og grunnvatnið væri því mikil auðlind. Hagnýtingin yrði þó að vera sjálfbær.

„Það bendir flest til þess að núverandi áætlanir um fiskeldi þar gangi upp en það verða að vera góð eftirlitskerfi,“ sagði hann og bætti við: „Það lítur út fyrir að það séu býsna mikil tækifæri í landeldi ef vel er að málum staðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »