Hagnaður Samherja minnkaði eftir uppstokkun

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir reksturinn hafa gengið vel …
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir reksturinn hafa gengið vel á síðasta ári. mbl.is/Hákon Pálsson

Hagnaður samstæðu Samherja hf. var á síðasta ári 8,7 milljarðar króna sem er nokkur samdráttur frá árinu 2022 þegar hagnaðurinn var tæplega 14,4 milljarðar króna. Samdráttinn má að miklu leiti rekja til breytinga í starfsemi félagsins sem skipt var upp 2022.

Í færslu á vef Samherja um ársreikning félagsins, sem samþykktur var á aðalfundi 11. júní, kemur fram að töluverðar breytingar hafa verið gerðar á efnahagsreikningi Samherja hf. á undanförnum árum og var 2023 fyrsta heila rekstrarárið þar sem starfsemi samstæðunnar nær einungis til veiða, vinnslu, landeldi og sölu sjávarafurða.

Á aðalfundinum var tekin ákvörðun um greiðslu arðs til hluthafa sem nemur 9% af hagnaði ársins.

Rekstrarhagnaður óbreyttur

Á síðasta ári var rekstrarhagnaður Samherja hf. 8,1 milljarður og var hann nánast óbreyttur í erlendri mynt, en félagið gerir upp í evrum..

Seldi Samherji afurðir fyrir 62,5 milljarða króna árið 2023 og jukust sölutekjur vegna afurða um 10% frá árinu á undan. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 11,1 milljörðum króna og jókst um 6,7% frá árinu á undan í uppgjörsmynt félagsins.

„Tekjur af áhrifum hlutdeildarfélaga námu rúmlega 3 milljörðum króna. Tekjur vegna hlutdeildarfélaga lækka milli ára sem skýrist af tekjufærslu á árinu 2022 vegna breytinga á eignarhlutum í hlutdeildarfélögum það ár,“ segir í færslunni.

Eignir Samherja í árslok 2023 eru í ársreikningi sagðar hafa numið 109,7 milljörðum króna og var eigið fé 80 milljarðar. Þá var eiginfjárhlutfallið 72,9% en 74% í árslok 2022.

Silfurstjarnan í Öxarfirði.
Silfurstjarnan í Öxarfirði. Ljósmynd/Samherji

Unnin voru 722 ársverk hjá samstæðunni í fyrra en þau voru 686 árið 2022, en launagreiðslur 2023 voru samanlagt 9,4 milljarðar króna.

Stærsta fjárfesting Samherja á síðasta ári var stækkun Silfurstjörnunnar, landeldisstöð dótturfélagsins Samherja Fiskeldi ehf. í Öxarfirði. Um er að ræða fjögurra milljarða króna fjárfestingu.

„Í Silfurstjörnunni verða framleidd um þrjú þúsund tonn af laxi á landi. Sú þekking og reynsla sem hefur byggst upp við rekstur stöðvarinnar mun nýtast í fyrirhugaðri landeldisstöð Samherja fiskeldis á Reykjanesi,“ segir í færslunni.

Aukin áhersla á ýsu og ufsa

„Rekstur Samherja gekk vel á síðasta ári og efnahagur félagsins er sterkur, eins og ársreikningurinn sýnir glögglega. Á árinu stóðum við frammi fyrir ýmsum áskorunum og á starfsfólk félagsins hrós skilið fyrir að hafa mætt þeim með útsjónarsemi og dugnaði,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. í færslunni.

„Til að bregðast við skertum aflaheimildum í þorski á undanförnum árum höfum við lagt aukna áherslu á vinnslu afurða úr ýsu og ufsa með góðum árangri. Náttúruöflin minntu rækilega á sig á síðari hluta ársins þegar jarðhræringar hófust á Reykjanesi sem leiddu til þess að Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín. Þessi atburðarás hafði eðlilega bæði bein og óbein áhrif á starfsemi Samherja fiskeldis ehf. Á árinu 2023 fögnuðum við 40 ára afmæli Samherja í núverandi mynd og ég get ekki annað en verið bjartsýnn á framtíðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 611,83 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 682,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 384,04 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 248,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 286,49 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 7.579 kg
Ýsa 3.346 kg
Samtals 10.925 kg
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bárður SH 81 Þorskfisknet
Þorskur 14.633 kg
Samtals 14.633 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 611,83 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 682,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 384,04 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 248,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 286,49 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 7.579 kg
Ýsa 3.346 kg
Samtals 10.925 kg
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bárður SH 81 Þorskfisknet
Þorskur 14.633 kg
Samtals 14.633 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg

Skoða allar landanir »