Ólíklegt að Bjarkey leggi fram lagareldisfrumvarp

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólíklegt er að frumvarp um lagareldi verði aftur lagt fram í haust, að sögn matvælaráðherra, þar sem enn er mikill ágreiningur um það á þinginu. Það yrði þá verkefni næstu ríkisstjórnar að endurskoða lagarammann um fiskeldi.

Frum­varpi Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ar­dótt­ur mat­vælaráðherra um lagar­eldi hefur verið frestað þar sem rík­is­stjórn­in nær ekki sam­an um málið í at­vinnu­vega­nefnd. Upp­haf­lega stóð til að klára málið fyr­ir þinglok.

Bjarkey segir að sér finnist það mikil vonbrigði að frumvarpið hafi ekki verið afgreitt á vorþingi.

„Ég því miður held að við séum stödd afskaplega lengi á þeim stað sem við erum á í dag. Þetta hefði verið til mikilla bóta til þess að bæta lagaumhverfið, eins og ég hef oft sagt,“ segir hún í samtali við blaðamann mbl.is.

Sumt sem hún er ekki til í að breyta

Upp­haf­lega stóð til að klára málið fyr­ir þinglok en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Heldurðu að þið í stjórnarflokkunum náið saman um þetta mál næsta haust?

„Nei, ég er heldur ekki búin að taka ákvörðun um það hvort ég komi aftur fram með málið,“ svarar matvælaráðherra og heldur áfram:

„Það var búið að leggja til mjög margar breytingar á þess

u, það hefði verið miklu betra. Og ég er ekkert að sjá að það verði gengið eitthvað lengra þó ég myndi leggja það fram aftur með þeim breytingum sem nefndin er búin að vera að vinna að.

Því það er ásteytingarsteinn þarna sem snýr fyrst og fremst að gjöldum og sektum sem ég er ekki til í að breyta.“

Verkefni fyrir næstu ríkisstjórn?

En ef þú leggur ekki fram þetta frumvarp í haust, er það þá bara verkefni næstu ríkisstjórnar að skoða lagarammann um lagareldi?

„Ja, eins og ég segi, þá er ég ekki búin að útiloka það [að ég leggi það aftur fram] en ég tel ekki líklegt að ég geri það,“ svarar hún og bætir við:

„Já, já, þá verður það væntanlega verkefni næstu ríkisstjórnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »